Tengjast kirkjugarðar trú? Marta María Friðriksdóttir skrifar 30. ágúst 2010 06:00 Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit. Vert er að benda á að ferð á Korputorg hefur vaxið mér gífurlega í augum enda finnst mér byggingin gríðarlega stór og einmanaleg. Ég er líka mun meira fyrir litla markaði enda hef ég sótt þá grimmt í sumar og gert góð kaup. Núna var ég hins vegar búin að sjá girnilegan stól auglýstan í ónefndri verslun á Korputorgi. Eftir að hafa næstum villst við hringtorg í nánd við mannvirkið, eins og næsti bíll á undan mér sem týndist í breiðu af föllnum lúpínum þar sem vegurinn endaði skyndilega, komst ég klakklaust á áfangastað. Lagt var við enda byggingarinnar og verslunarferðin hafin. Mest kom mér á óvart að þurfa alltaf að vera að fara inn og út úr byggingunni og aftur inn og aftur út. Þetta var alveg nýtt fyrir mér og nú skil ég vel þá hugmynd fólks að keyra á milli búða torgsins. Stóllinn var skoðaður en reyndar ekki keyptur því litlu krúttlegu markaðirnir hafa brenglað verðskyn mitt verulega. Mér finnst eðlilegt að fallegur kjóll kosti fimm hundruð krónur og þykk haustpeysa þrjú hundruð. Það er því miður langt frá því að teljast eðlilegt. Ferðalagið frá enda til enda verslunarkjarnans getur tekið talsverðan tíma og því ákvað vinkonan að kaupa sér pylsu til að verða ekki hungurmorða á leiðinni. Á meðan á neyslunni stóð voru fréttir vikunnar ræddar. Reyndar bara ein frétt sem auðvitað var kirkjumálið. Þegar talið barst að úrsögnum úr þjóðkirkjunni fórum við að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að lifa á Íslandi án þess að þjóðkirkjan spilaði þar hlutverk. Skírn, ferming, gifting, útför og greftrun eru allt hlutir sem við tengdum við kirkjuna. Við komum okkur saman um að auðvelt væri að komast af án kirkjunnar í lifanda lífi, en hvernig er það við andlátið? Fólk hvílir í svokölluðum kirkjugörðum. Finnst fólki sem ekki er í þjóðkirkjunni í lagi að vera grafið á þess háttar stað, þótt reyndar sé hægt að grafa menn í óvígðan reit innan kirkjugarðssvæðis? Eða tengist það kirkjunni aftur í dauðanum? Kannski er þetta þó bara spurning um nafn svæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit. Vert er að benda á að ferð á Korputorg hefur vaxið mér gífurlega í augum enda finnst mér byggingin gríðarlega stór og einmanaleg. Ég er líka mun meira fyrir litla markaði enda hef ég sótt þá grimmt í sumar og gert góð kaup. Núna var ég hins vegar búin að sjá girnilegan stól auglýstan í ónefndri verslun á Korputorgi. Eftir að hafa næstum villst við hringtorg í nánd við mannvirkið, eins og næsti bíll á undan mér sem týndist í breiðu af föllnum lúpínum þar sem vegurinn endaði skyndilega, komst ég klakklaust á áfangastað. Lagt var við enda byggingarinnar og verslunarferðin hafin. Mest kom mér á óvart að þurfa alltaf að vera að fara inn og út úr byggingunni og aftur inn og aftur út. Þetta var alveg nýtt fyrir mér og nú skil ég vel þá hugmynd fólks að keyra á milli búða torgsins. Stóllinn var skoðaður en reyndar ekki keyptur því litlu krúttlegu markaðirnir hafa brenglað verðskyn mitt verulega. Mér finnst eðlilegt að fallegur kjóll kosti fimm hundruð krónur og þykk haustpeysa þrjú hundruð. Það er því miður langt frá því að teljast eðlilegt. Ferðalagið frá enda til enda verslunarkjarnans getur tekið talsverðan tíma og því ákvað vinkonan að kaupa sér pylsu til að verða ekki hungurmorða á leiðinni. Á meðan á neyslunni stóð voru fréttir vikunnar ræddar. Reyndar bara ein frétt sem auðvitað var kirkjumálið. Þegar talið barst að úrsögnum úr þjóðkirkjunni fórum við að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að lifa á Íslandi án þess að þjóðkirkjan spilaði þar hlutverk. Skírn, ferming, gifting, útför og greftrun eru allt hlutir sem við tengdum við kirkjuna. Við komum okkur saman um að auðvelt væri að komast af án kirkjunnar í lifanda lífi, en hvernig er það við andlátið? Fólk hvílir í svokölluðum kirkjugörðum. Finnst fólki sem ekki er í þjóðkirkjunni í lagi að vera grafið á þess háttar stað, þótt reyndar sé hægt að grafa menn í óvígðan reit innan kirkjugarðssvæðis? Eða tengist það kirkjunni aftur í dauðanum? Kannski er þetta þó bara spurning um nafn svæðisins.