Aðeins íslenskir hagsmunir og réttur Jón Sigurðsson skrifar 18. janúar 2010 06:00 Við eigum ekki að beygja okkur fyrir Bretum eða Hollendingum. Og síst af öllum hefjum við viðræður um aðild að Evrópusambandinu með undanhaldi eða uppgjöf. Icesave-málið snýst ekki um lagalegar skuldbindingar eða fyrirfram samþykkta ríkisábyrgð. En ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók þá skynsamlegu og ábyrgu ákvörðun að leita pólitískrar niðurstöðu með samningum, meðal annars til að fá frið um neyðarlögin og tryggja almenna hagsmuni þjóðarinnar og endurreisn. Nú eru einhverjar horfur á því að samkomulag takist um nýja meðferð málsins með samkomulagi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ef það getur orðið verða menn að láta af stóryrðum og ásökunum um þjónkun við útlendinga sem allt of mjög hafa mótað umræðurnar að undanförnu. Reyndar eiga menn ekki að óttast lýðræðislega ákvörðun almennings í þjóðaratkvæði. Almenningur hefur allt það sem þarf: brjóstvit, eðlislæga tortryggni, raunsæi og hyggindi. En kjósendum verða ekki sett nein skilyrði. Sumir munu vafalaust kjósa gegn Icesave-lögunum til þess að koma ríkisstjórninni í vanda og helst hrekja hana frá. Aðrir munu gjalda neikvæði vegna þess að þeir vilja ekkert borga yfirleitt og trúa blint og af þrákelkni að þjóðin verði laus allra mála með höfnun í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það verður að ítreka að íslenska þjóðfélagið og Íslendingar munu standast áraunina þótt engir samningar verði um eitt eða neitt í Icesave-málinu. Öll utanríkisviðskipti okkar verða þá við staðgreiðslu og þjóðin tekur aftur upp gamla gjaldeyriskerfið með skömmtunum og pólitískum ákvörðunum um gengi, vexti og peningamagn. Hagþróun mun snúast við um nokkurt árabil. En við getum þetta. Ef samkomulag verður um nýja meðferð málsins, verður ríkisstjórn Íslands að biðja um nýja samningalotu við viðsemjendur okkar. Sama verður uppi ef lögunum er synjað í þjóðaratkvæði. Þá verða Íslendingar að skipa nýja samninganefnd sem nýtur trausts allra stjórnmálaaflanna. Vonandi verða hugsjónaglöðustu þingmenn Vinstri grænna þá hafðir með í ráðum frá byrjun til þess að ekki verði enn og aftur allt bandvitlaust á þingi þegar ljúka skal málinu. Bretar hugsa um breska hagsmuni. Hollendingar hugsa um hollenska hagsmuni. Við eigum aðeins að hugsa um íslenska hagsmuni og réttindi okkar. Það eru brýnir hagsmunir okkar að geta snúið okkur af alefli að endurreisninni. Það er brýnt að friður verði um neyðarlögin. Það eru brýnir þjóðarhagsmunir Íslendinga að við njótum trausts í viðskiptum við aðrar þjóðir. Það er mikilvægt fyrir okkur að sameiginlegt viðskiptaumhverfi þróist áfram í Evrópu. Vinsamleg og víðtæk samskipti og viðskipti við Breta og Hollendinga er líka mikilvægt íslenskt hagsmunamál. Allir Íslendingar vilja auðvitað hagfelldustu ákvæði um fjárhæð, gengisviðmið, vexti, tímasetningar og allt annað. En allir hljóta að sjá að mikil áhætta er tekin með því að biðja um nýja samningalotu. Bretar og Hollendingar hafa mjög sterka aðstöðu og þeim liggur ekkert á. Ekkert má til spara að ný samningalota leiði til góðs árangurs fyrir Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Við eigum ekki að beygja okkur fyrir Bretum eða Hollendingum. Og síst af öllum hefjum við viðræður um aðild að Evrópusambandinu með undanhaldi eða uppgjöf. Icesave-málið snýst ekki um lagalegar skuldbindingar eða fyrirfram samþykkta ríkisábyrgð. En ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók þá skynsamlegu og ábyrgu ákvörðun að leita pólitískrar niðurstöðu með samningum, meðal annars til að fá frið um neyðarlögin og tryggja almenna hagsmuni þjóðarinnar og endurreisn. Nú eru einhverjar horfur á því að samkomulag takist um nýja meðferð málsins með samkomulagi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ef það getur orðið verða menn að láta af stóryrðum og ásökunum um þjónkun við útlendinga sem allt of mjög hafa mótað umræðurnar að undanförnu. Reyndar eiga menn ekki að óttast lýðræðislega ákvörðun almennings í þjóðaratkvæði. Almenningur hefur allt það sem þarf: brjóstvit, eðlislæga tortryggni, raunsæi og hyggindi. En kjósendum verða ekki sett nein skilyrði. Sumir munu vafalaust kjósa gegn Icesave-lögunum til þess að koma ríkisstjórninni í vanda og helst hrekja hana frá. Aðrir munu gjalda neikvæði vegna þess að þeir vilja ekkert borga yfirleitt og trúa blint og af þrákelkni að þjóðin verði laus allra mála með höfnun í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það verður að ítreka að íslenska þjóðfélagið og Íslendingar munu standast áraunina þótt engir samningar verði um eitt eða neitt í Icesave-málinu. Öll utanríkisviðskipti okkar verða þá við staðgreiðslu og þjóðin tekur aftur upp gamla gjaldeyriskerfið með skömmtunum og pólitískum ákvörðunum um gengi, vexti og peningamagn. Hagþróun mun snúast við um nokkurt árabil. En við getum þetta. Ef samkomulag verður um nýja meðferð málsins, verður ríkisstjórn Íslands að biðja um nýja samningalotu við viðsemjendur okkar. Sama verður uppi ef lögunum er synjað í þjóðaratkvæði. Þá verða Íslendingar að skipa nýja samninganefnd sem nýtur trausts allra stjórnmálaaflanna. Vonandi verða hugsjónaglöðustu þingmenn Vinstri grænna þá hafðir með í ráðum frá byrjun til þess að ekki verði enn og aftur allt bandvitlaust á þingi þegar ljúka skal málinu. Bretar hugsa um breska hagsmuni. Hollendingar hugsa um hollenska hagsmuni. Við eigum aðeins að hugsa um íslenska hagsmuni og réttindi okkar. Það eru brýnir hagsmunir okkar að geta snúið okkur af alefli að endurreisninni. Það er brýnt að friður verði um neyðarlögin. Það eru brýnir þjóðarhagsmunir Íslendinga að við njótum trausts í viðskiptum við aðrar þjóðir. Það er mikilvægt fyrir okkur að sameiginlegt viðskiptaumhverfi þróist áfram í Evrópu. Vinsamleg og víðtæk samskipti og viðskipti við Breta og Hollendinga er líka mikilvægt íslenskt hagsmunamál. Allir Íslendingar vilja auðvitað hagfelldustu ákvæði um fjárhæð, gengisviðmið, vexti, tímasetningar og allt annað. En allir hljóta að sjá að mikil áhætta er tekin með því að biðja um nýja samningalotu. Bretar og Hollendingar hafa mjög sterka aðstöðu og þeim liggur ekkert á. Ekkert má til spara að ný samningalota leiði til góðs árangurs fyrir Íslendinga.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun