Kögunarhóll: Þjóðnýting Þorsteinn Pálsson skrifar 31. júlí 2010 10:05 Þjóðnýting Í umræðum um kaup Magma á HS orku er jafnan gengið út frá því að auðlindir landsins séu þjóðareign. Flestir skilja það á þann veg að auðlindirnar séu og eigi að vera í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Málið er aðeins flóknara. Fiskimiðin eru almenningur þar sem ríkisvaldið setur þær leikreglur um nýtingu sem það telur skynsamlegar. Útvegsmenn fá síðan ákveðinn nýtingarrétt sem felur í sér takmörkuð eignarréttindi. Ákveða má með lögum að gjald komi fyrir þann rétt. Auðlindir á landi lúta á hinn bóginn alfarið leikreglum einkaeignarréttar. Stærstur hluti nýtanlegrar orku í vatnsföllum og jarðhita er í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Hluti þessara auðlinda er í einkaeigu, mest bænda. Auðlindagjald er ákveðið í samningum en ekki lögum. Útlendingar geta ekki átt meirihluta í fyrirtækjum sem eiga veiðirétt í sjó. Þeir geta hins vegar keypt jarðir sem geyma vatnsréttindi og jarðhita. Lögum samkvæmt er ríki og sveitarfélögum þó óheimilt að selja slíkar auðlindir til einstaklinga. Þessi takmörkun tekur til stærsta hluta nýtanlegra réttinda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að vinda ofan af kaupum Magma á HS orku. Sá kaupskapur var við erlenda kröfuhafa Íslandsbanka. Að vinda ofan af verður því ekki skilið á annan veg en þann að um þjóðnýtingu sé að tefla. Ella eru þessi orð marklaus. Vel má vera að svo sé. Rökin eru þau að koma auðlindum undir opinber yfirráð. Verkurinn er sá að HS orka á ekki orkulindir. Þær eru í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum. HS orka greiðir úrsvarsgreiðendum þar auðlindagjald fyrir afnotin. Það gjald mælir opinbera arðsemi þeirra. Hverju á að ná fram með því að vinda ofan af samningnum? Umræðan vellur áfram án þess að nokkur sýni þeirri hlið málsins áhuga. Efni málsinsFyrst þarf að svara þeirri spurningu hvað þjóðnýting kostar. Svarið er einfalt: Ríkissjóður þarf að ganga inn í samninginn og greiða kaupverðið. Þeir fjármunir eru ekki til. Þá þarf að taka að láni. Skattgreiðendur þurfa að greiða útlendingum háa vexti af þeirri lántöku. Útlendingar geta grætt meir á lánveitingum til orkuframleiðslu en fjárfestingum. Vegna mikils halla á rekstri ríkissjóðs getur hann ekki aukið umsvif sín. Til þess að ráðast í þessa fjárfestingu þarf hann því að skera niður fjárfestingu í velferðarkerfinu á móti. Satt best að segja er það óskynsamleg forgangsröðun. Slíkur fórnarkostnaður breytir engu um opinber yfirráð yfir auðlindinni. Eini möguleikinn til breytinga er að hafa áhrif á auðlindagjaldið. Ríkissjóður gæti sem nýr eigandi boðist til þess að hækka auðlindagjaldið til útsvarsgreiðenda á Suðurnesjum. Það kæmi sér vel fyrir Suðurnesjamenn. En hvaða hag hafa tekjuskattsgreiðendur af því ef þeir borga brúsann? Á sama hátt gæti ríkissjóður krafist þess að auðlindagjaldið yrði lækkað til að létta byrði tekjuskattsgreiðenda. Er það markmiðið? Réttilega má deila um tímalengd nýtingarréttar. Stytting hans gæti þó leitt til lækkunar á auðlindagjaldinu. Hvaða skynsemi er í því að lækka auðlindagjaldið sem útsvarsgreiðendur á Suðurnesjum njóta nú? Ef ekki á að breyta auðlindagjaldinu, sem mælir opinbera arðsemi, hver er þá tilgangurinn með því að vinda ofan af kaupunum? Frá sjónarmiði almannahagsmuna er markmiðið enn óútskýrt. Ódýrari lausn Að þessu virtu sýnast deilurnar alls ekki snúast um auðlindayfirráð. Þær virðast í raun réttri endurspegla andstöðu við erlenda fjárfestingu og átök um völd. Opinber eignarréttur á orkulindum hefur ekki verið VG heilagur. Sveitarfélagið Árborg átti lítinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja. VG stóð að því að selja þann hlut til einkafyrirtækis. Á þessum tíma töldu ríkið og nokkur sveitarfélög betra að binda peninga skattborgaranna í félagslegum verkefnum en orkuframleiðslu til stóriðju. Gallinn var sá að þá voru menn einnig að selja hlut í orkulindinni. Nú snýst málið bara um framleiðsluhlutann. Vatnsréttindi vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár eru að hluta í eigu einstaklinga. Engir hafa gengið fram af meiri vaskleik til að verja þann einkaeignarrétt á auðlindum en einmitt þingmenn VG. Þegar einkaeignarrétturinn stendur í vegi fyrir virkjunum og erlendri fjárfestingu ver flokkurinn einkaeignarréttinn á þessu sviði af meira kappi en aðrir. Þessi mótsagnakenndi málflutningur bendir til þess að vinstri armur VG kyndi undir þessari umræðu í átökum um völdin í flokknum. Talsmenn Heimssýnar telja aftur móti að nái vinstri armurinn undirtökum í VG styrki þeir sjálfir stöðu sína í Evrópuandstöðunni. Þegar svo stendur á víkja málefnaleg rök. Um leið og Ögmundur Jónasson verður gerður að ráðherra á ný mun draga úr upphlaupum af þessu tagi. Það gæti verið ódýrari lausn fyrir þjóðina. Hví að bíða með hana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Þjóðnýting Í umræðum um kaup Magma á HS orku er jafnan gengið út frá því að auðlindir landsins séu þjóðareign. Flestir skilja það á þann veg að auðlindirnar séu og eigi að vera í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Málið er aðeins flóknara. Fiskimiðin eru almenningur þar sem ríkisvaldið setur þær leikreglur um nýtingu sem það telur skynsamlegar. Útvegsmenn fá síðan ákveðinn nýtingarrétt sem felur í sér takmörkuð eignarréttindi. Ákveða má með lögum að gjald komi fyrir þann rétt. Auðlindir á landi lúta á hinn bóginn alfarið leikreglum einkaeignarréttar. Stærstur hluti nýtanlegrar orku í vatnsföllum og jarðhita er í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Hluti þessara auðlinda er í einkaeigu, mest bænda. Auðlindagjald er ákveðið í samningum en ekki lögum. Útlendingar geta ekki átt meirihluta í fyrirtækjum sem eiga veiðirétt í sjó. Þeir geta hins vegar keypt jarðir sem geyma vatnsréttindi og jarðhita. Lögum samkvæmt er ríki og sveitarfélögum þó óheimilt að selja slíkar auðlindir til einstaklinga. Þessi takmörkun tekur til stærsta hluta nýtanlegra réttinda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að vinda ofan af kaupum Magma á HS orku. Sá kaupskapur var við erlenda kröfuhafa Íslandsbanka. Að vinda ofan af verður því ekki skilið á annan veg en þann að um þjóðnýtingu sé að tefla. Ella eru þessi orð marklaus. Vel má vera að svo sé. Rökin eru þau að koma auðlindum undir opinber yfirráð. Verkurinn er sá að HS orka á ekki orkulindir. Þær eru í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum. HS orka greiðir úrsvarsgreiðendum þar auðlindagjald fyrir afnotin. Það gjald mælir opinbera arðsemi þeirra. Hverju á að ná fram með því að vinda ofan af samningnum? Umræðan vellur áfram án þess að nokkur sýni þeirri hlið málsins áhuga. Efni málsinsFyrst þarf að svara þeirri spurningu hvað þjóðnýting kostar. Svarið er einfalt: Ríkissjóður þarf að ganga inn í samninginn og greiða kaupverðið. Þeir fjármunir eru ekki til. Þá þarf að taka að láni. Skattgreiðendur þurfa að greiða útlendingum háa vexti af þeirri lántöku. Útlendingar geta grætt meir á lánveitingum til orkuframleiðslu en fjárfestingum. Vegna mikils halla á rekstri ríkissjóðs getur hann ekki aukið umsvif sín. Til þess að ráðast í þessa fjárfestingu þarf hann því að skera niður fjárfestingu í velferðarkerfinu á móti. Satt best að segja er það óskynsamleg forgangsröðun. Slíkur fórnarkostnaður breytir engu um opinber yfirráð yfir auðlindinni. Eini möguleikinn til breytinga er að hafa áhrif á auðlindagjaldið. Ríkissjóður gæti sem nýr eigandi boðist til þess að hækka auðlindagjaldið til útsvarsgreiðenda á Suðurnesjum. Það kæmi sér vel fyrir Suðurnesjamenn. En hvaða hag hafa tekjuskattsgreiðendur af því ef þeir borga brúsann? Á sama hátt gæti ríkissjóður krafist þess að auðlindagjaldið yrði lækkað til að létta byrði tekjuskattsgreiðenda. Er það markmiðið? Réttilega má deila um tímalengd nýtingarréttar. Stytting hans gæti þó leitt til lækkunar á auðlindagjaldinu. Hvaða skynsemi er í því að lækka auðlindagjaldið sem útsvarsgreiðendur á Suðurnesjum njóta nú? Ef ekki á að breyta auðlindagjaldinu, sem mælir opinbera arðsemi, hver er þá tilgangurinn með því að vinda ofan af kaupunum? Frá sjónarmiði almannahagsmuna er markmiðið enn óútskýrt. Ódýrari lausn Að þessu virtu sýnast deilurnar alls ekki snúast um auðlindayfirráð. Þær virðast í raun réttri endurspegla andstöðu við erlenda fjárfestingu og átök um völd. Opinber eignarréttur á orkulindum hefur ekki verið VG heilagur. Sveitarfélagið Árborg átti lítinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja. VG stóð að því að selja þann hlut til einkafyrirtækis. Á þessum tíma töldu ríkið og nokkur sveitarfélög betra að binda peninga skattborgaranna í félagslegum verkefnum en orkuframleiðslu til stóriðju. Gallinn var sá að þá voru menn einnig að selja hlut í orkulindinni. Nú snýst málið bara um framleiðsluhlutann. Vatnsréttindi vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár eru að hluta í eigu einstaklinga. Engir hafa gengið fram af meiri vaskleik til að verja þann einkaeignarrétt á auðlindum en einmitt þingmenn VG. Þegar einkaeignarrétturinn stendur í vegi fyrir virkjunum og erlendri fjárfestingu ver flokkurinn einkaeignarréttinn á þessu sviði af meira kappi en aðrir. Þessi mótsagnakenndi málflutningur bendir til þess að vinstri armur VG kyndi undir þessari umræðu í átökum um völdin í flokknum. Talsmenn Heimssýnar telja aftur móti að nái vinstri armurinn undirtökum í VG styrki þeir sjálfir stöðu sína í Evrópuandstöðunni. Þegar svo stendur á víkja málefnaleg rök. Um leið og Ögmundur Jónasson verður gerður að ráðherra á ný mun draga úr upphlaupum af þessu tagi. Það gæti verið ódýrari lausn fyrir þjóðina. Hví að bíða með hana?