Lífið

Tyra Banks biðst afsökunar

Tyra Banks. MYND/Cover Media
Tyra Banks. MYND/Cover Media

Ofurfyrirsætan og sjónvarpsstjarnan Tyra Banks baðst opinberlega afsökunar á því að hafa lofað þvengmjóa fyrirsætu í kynningarstúf fyrir raunveruleikaþáttinn America's Next Top Model.

Eftir að þátturinn fór í loftið varð allt vitlaust vestan hafs sökum ummæla Tyru um ákjósanlegt vaxtarlag kvenna sem vilja verða fyrirsætur.

Tyra heldur því fram að hún hafi alls ekki verið meðvituð um þann skaða sem hún kann að hafa ýtt undir hjá ungum stúlkum sem sumar kjósa að svelta sig til að komast í litlar fatastærðir.

„Af því að ég er talsmaður tísku, heilsu og vellíðan verð ég að viðurkenna að ég sé eftir því að hafa látið þessi orð falla. Mér þykir leitt að hafa valdið ruglingi og ýtt undir reiði og ótta hjá áhorfendum mínum," sagði Tyra.

„Allar konur ættu að vera stoltar af líkama sínum sama hvað þær eru mörg kíló að þyngd," sagð hún jafnframt.

Við spáðum fyrir heppnum lesendum Lífsins í dag. Vertu með næst. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.