Lífið

Vandræðalegt að spila fyrir eiginmanninn

Gwyneth Paltrow. MYND/Cover Media
Gwyneth Paltrow. MYND/Cover Media

Leikkonan Gwyneth Paltrow syngur nýjan kántríslagara, Country Strong, sem hljómar á öldum ljósvakans erlendis en um er að ræða titillag við samnefnda kvikmynd sem verður frumsýnd í lok desember á þessu ári.

Hún syngur mikið í myndinni og þótti því tilvalið að taka upp eins og einn kántríslagara sem gagnrýnendur segja vera henni til sóma.

Gwyneth, sem er gift söngvara hljómsveitarinnar Coldplay, Chris Martin, viðukennir að hafa fengið aðstoð hjá eiginmanni sínum við sönginn en Chris kenndi henni líka tímunum saman að spila á gítar.

„Hann var svo hjálpsamur og ljúfur. Svo hvatti hann mig stöðugt áfram. Mér fannst vandræðalegt að spila á gítar fyrir framan hann því hann er í einni af vinsælustu hljómsveitum heimsins."

Við erum á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.