Veik króna áfram? Óli Kristján Ármansson skrifar 4. september 2010 08:00 Íslenska krónan er veik, hvað sem líður smástyrkingu síðustu daga. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún lægi banaleguna, eða væri í það minnsta á gjörgæsludeild. Og á meðan krónan er veik blæðir almenningi og fyrirtækjum, öðrum en þeim sem reiða sig á útflutning. Forsenda þess að krónunni verði komið af gjörgæsludeildinni er að fyrir liggi sýn á framtíð hennar. Eftir stendur þá spurningin um hvort hún geti nokkurn tímann verið stöðug. Sérfræðingar efnahagsmála telja fæstir að svo geti orðið nema þá að gjaldeyrishöftum verði viðhaldið. Ef hins vegar stefnan er tekin á að skipta út krónunni fyrir evru með stuðningi Seðlabanka Evrópu og sýnt fram á hvernig það muni gert, er líklegt að krónan nái einhverri heilsu og fái jafnvel að verða aflögð með sæmd, í stað þess að þurfa að þola einhvern harmkvæladauðdaga. Forsætisráðherra benti á það á Alþingi í gær að hér hafi þróun efnahagsmála verið um margt betri en búist hafi verið við eftir hrun. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, hafði líka orð á þessu í grein sem hann skrifaði nýverið í efnahagsritið Vísbendingu um hagstjórn og efnahagsbata í kjölfar fjármálakreppu. Gengi krónunnar sé stöðugra, vextir hafi lækkað og atvinnuleysi sé minna en búist hafi verið við. Um leið bendir Gylfi þó á að þeir sem telji að leiðin út úr kreppunni felist í aukinni innlendri eftirspurn geri sér ekki grein fyrir áhrifum gjaldeyriskreppunnar og mikilvægi þess að fá aftur aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og fjárfestingu. Hann segir markmið hagstjórnar til skamms tíma eiga að vera að „tryggja lágt en stöðugt" gengi krónunnar þannig að afgangur sé í viðskiptum við útlönd og erlend skuldastaða fara batnandi, lága vexti, aðgengi að erlendu fjármagni og aðhald í ríkisrekstri. „Reynslan mun leiða í ljós hvaða atvinnugreinar munu eflast við þessar aðstæður," segir hann. Ekki þarf hagfræðimenntun til að sjá að við lágt gengi krónu eflast útflutningsatvinnuvegir og um leið halda áfram vandræði þeirra sem skulda, bæði þeirra sem skulda í erlendri mynt og hinna sem búa við hækkandi afborganir í aukinni verðbólgu. Sterkara gengi krónu myndi til dæmis vinna hratt á skuldum Orkuveitu Reykjavíkur og fjölda sveitarfélaga og þar með draga úr þörfinni fyrir hækkandi álögur. Veik króna þýðir hærra verð á innfluttum vörum. Staða gjaldmiðilsins eftir hrun frá því í ársbyrjun 2008 er óásættanleg þrátt fyrir smábata þann sem náðst hefur fram í gjaldeyrishöftum síðustu mánuði. Vonandi er skilningur stjórnvalda og þeirra sem ráða stefnunni í Seðlabankanum sá að lágt gengi krónu megi ekki vera nema mjög tímabundið ástand. Svara þarf spurningunni um hvernig eigi að efla gjaldmiðilinn og tryggja stöðugleika hans í gildi sem ekki rýrir öll lífskjör í landinu. Hvaða stöðugleiki er það sem stefnt er að? Vísast hugnast fáum að við stillum okkur upp með láglaunaþjóðum heims og fögnum stöðugum rýrum lífskjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun
Íslenska krónan er veik, hvað sem líður smástyrkingu síðustu daga. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún lægi banaleguna, eða væri í það minnsta á gjörgæsludeild. Og á meðan krónan er veik blæðir almenningi og fyrirtækjum, öðrum en þeim sem reiða sig á útflutning. Forsenda þess að krónunni verði komið af gjörgæsludeildinni er að fyrir liggi sýn á framtíð hennar. Eftir stendur þá spurningin um hvort hún geti nokkurn tímann verið stöðug. Sérfræðingar efnahagsmála telja fæstir að svo geti orðið nema þá að gjaldeyrishöftum verði viðhaldið. Ef hins vegar stefnan er tekin á að skipta út krónunni fyrir evru með stuðningi Seðlabanka Evrópu og sýnt fram á hvernig það muni gert, er líklegt að krónan nái einhverri heilsu og fái jafnvel að verða aflögð með sæmd, í stað þess að þurfa að þola einhvern harmkvæladauðdaga. Forsætisráðherra benti á það á Alþingi í gær að hér hafi þróun efnahagsmála verið um margt betri en búist hafi verið við eftir hrun. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, hafði líka orð á þessu í grein sem hann skrifaði nýverið í efnahagsritið Vísbendingu um hagstjórn og efnahagsbata í kjölfar fjármálakreppu. Gengi krónunnar sé stöðugra, vextir hafi lækkað og atvinnuleysi sé minna en búist hafi verið við. Um leið bendir Gylfi þó á að þeir sem telji að leiðin út úr kreppunni felist í aukinni innlendri eftirspurn geri sér ekki grein fyrir áhrifum gjaldeyriskreppunnar og mikilvægi þess að fá aftur aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og fjárfestingu. Hann segir markmið hagstjórnar til skamms tíma eiga að vera að „tryggja lágt en stöðugt" gengi krónunnar þannig að afgangur sé í viðskiptum við útlönd og erlend skuldastaða fara batnandi, lága vexti, aðgengi að erlendu fjármagni og aðhald í ríkisrekstri. „Reynslan mun leiða í ljós hvaða atvinnugreinar munu eflast við þessar aðstæður," segir hann. Ekki þarf hagfræðimenntun til að sjá að við lágt gengi krónu eflast útflutningsatvinnuvegir og um leið halda áfram vandræði þeirra sem skulda, bæði þeirra sem skulda í erlendri mynt og hinna sem búa við hækkandi afborganir í aukinni verðbólgu. Sterkara gengi krónu myndi til dæmis vinna hratt á skuldum Orkuveitu Reykjavíkur og fjölda sveitarfélaga og þar með draga úr þörfinni fyrir hækkandi álögur. Veik króna þýðir hærra verð á innfluttum vörum. Staða gjaldmiðilsins eftir hrun frá því í ársbyrjun 2008 er óásættanleg þrátt fyrir smábata þann sem náðst hefur fram í gjaldeyrishöftum síðustu mánuði. Vonandi er skilningur stjórnvalda og þeirra sem ráða stefnunni í Seðlabankanum sá að lágt gengi krónu megi ekki vera nema mjög tímabundið ástand. Svara þarf spurningunni um hvernig eigi að efla gjaldmiðilinn og tryggja stöðugleika hans í gildi sem ekki rýrir öll lífskjör í landinu. Hvaða stöðugleiki er það sem stefnt er að? Vísast hugnast fáum að við stillum okkur upp með láglaunaþjóðum heims og fögnum stöðugum rýrum lífskjörum.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun