Lífið

Byrjuð í strangri megrun fyrir brúðkaupið

Katy Perry. MYND/Cover Media
Katy Perry. MYND/Cover Media

Söngkonan Katy Perry, 25 ára, borðar fimm máltíðir á dag til að komast í gott líkamlegt form fyrir væntanlegt brúðakaup en hún ætlar að giftast breska grínistanum Russell Brand síðar á þessu ári.

Katy vill líta sem best út þegar hún játast verðandi eiginmanni sínum og æfir því eins og skepna.

Á milli þess sem Katy kynnir nýju plötuna sína, Teenage Dream, eyðir hún tíma með einkaþjálfaranum sínum, Harley Pasternak, sem hjálpar henni að komast í besta form ævinnar.

„Katy borðar fimm litlar máltíðir á dag sem allar innihalda næringu sem hún þarf á að halda," sagði Harley einkaþjálfari.

„Eggjahvítuhræra, full skál af berjum, epli og próteindrykkur, salat og síðan fiskur í kvöldmatinn samhliða æfingum," útlistaði þjálfarinn beðinn um að lýsa einum degi þegar kemur að mataræði Katy en hún elskar franskar kartöflur og djúpsteiktan kjúkling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.