Að keyra land í kaf Þorvaldur Gylfason skrifar 28. janúar 2010 06:00 Haítí á sér merka sögu. Landið var frönsk þrælanýlenda, ein ríkasta nýlenda Frakka, helzta djásn heimsveldisins, perla Karíbahafsins af sjónarhóli nýlenduherranna. Þrælarnir á Haítí sættu svo illri meðferð, að sum árin þurftu Frakkar að flytja 50.000 nýja þræla til Haítí í stað þeirra, sem höfðu látið lífið árið áður. Svo fór, að þrælarnir risu upp, innblásnir af frönsku stjórnarbyltingunni 1789, hröktu kúgarana af höndum sér og stofnuðu sjálfstætt ríki á eynni 1804. Bandaríkin voru þá eina sjálfstæða ríkið vestan hafs, en þau höfðu tekið sér sjálfstæði frá Bretum 1776. Bandaríkjamenn viðurkenndu þó ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1862, þegar suðurríkin höfðu sagt sig úr lögum við norðurríkin og borgarastyrjöldin, sem brauzt út 1861, hafði snúizt upp í stríð um þrælahald. Að loknu stríði 1865 var þrælahaldið afnumið í Bandaríkjunum. Engar bætur komu fyrir þrælana, það var reglan, nema í Washington, þar sem þrælaeigendur fengu til málamynda 300 dollara fyrir hvern þræl. Þrælahaldarar fengu hvergi fullar bætur - það er markaðsverð - fyrir þrælana, sem þeim var gert með lögum að leysa úr haldi. Bretar afnámu þrælahald í nýlendum sínum 1833 og greiddu þrælahöldurum á Karíbahafseyjum skaðabætur úr ríkissjóði. Katar við Persaflóa bannaði þrælahald ekki fyrr en 1952, Sádi-Arabía og Jemen 1962, Sameinuðu furstadæmin 1963, Óman 1970 og Máritanía 1981, sumir segja 2007. Þrælahald er nú alls staðar bannað með lögum. Fyrsta frjálsa blökkuríkiðEn það var Haítí, sem reið á vaðið vestan hafs 1804, og afnam þrælahald. Frakkar viðurkenndu ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1825 og þá gegn því, að Haítí greiddi þeim miklar bætur vegna skaðans, sem franskir þrælahaldarar urðu fyrir, þegar þeir hrökkluðust frá landareignum sínum og þrælar þeirra voru leystir úr haldi. Ekki er ljóst, hvort bótakrafan var miðuð við markaðsverð á þrælum. Haítí gekk að þessum afarkostum, því að ella hefði franski flotinn tekið Haítí aftur með vopnavaldi. Landið mátti sæta ströngu viðskiptabanni. Tólf frönsk herskip með 150 fallbyssur umkringdu landið. Gömlu þrælahaldararnir heimtuðu innrás, en franska stjórnin kaus heldur að knýja Haítí til að greiða skaðabætur, sem námu andvirði allra útgjalda franska ríkisins eða fimmföldum útflutningstekjum Haítís á einu ári. Nokkrum árum áður, 1803, höfðu Frakkar selt Bandaríkjamönnum Lúísíana, 74 sinnum meira flæmi en Haítí að flatarmáli, á innan við helminginn af andvirði skaðabótanna. Aldrei viðreisnar vonSkuldabyrðin var þung. Um aldamótin 1900 þurfti Haítí að verja 80 prósentum af útgjöldum ríkisins í afborganir og vexti af þessari gömlu skuld, sem eyjarskeggjum tókst að lokum að endurgreiða til fulls 1922, sumir segja 1947. Munurinn stafar af því, að hægt er að túlka skil á yngri lánum til að endurfjármagna gömlu kröfuna með ólíkum hætti.Endurfjármögnun reyndist dýr. Mestu skipti þó, að Haítí átti sér aldrei viðreisnar von sem sjálfstætt ríki með svo þunga skuldabyrði á bakinu. Landið varð illræmt þjófabæli, þar sem gerspillt yfirstétt mergsaug og svívirti sauðsvartan almúgann eins og Graham Greene lýsir vel í bók sinni Trúðarnir í íslenzkri þýðingu Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra og ráðherra. Landið er í þvílíkri niðurníðslu, að þar er varla lengur að finna stingandi strá, þótt Dóminíska lýðveldið hinum megin á sömu eyju sé iðjagrænt. Haítí hefur lengi verið fátækasta landið í vesturálfu. Þrjú börn af hverjum fjórum fæðast án aðstoðar læknis eða ljósmóður. Nýfætt barn getur vænzt þess að verða sextugt. Aðeins helmingur barna gengur í skóla og enn lægra hlutfall unglinga. Ólæsi er útbreitt. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Haítí 2008 var einn fertugasti af kaupmætti á mann í Bandaríkjunum í næsta nágrenni. Landsskjálftinn um daginn breikkar bilið.Ofríki Frakka keyrði Haítí í kaf. Skaðabótakrafa þeirra var óréttmæt. Reglan var sú, að ekki kæmu bætur fyrir afnám þrælahalds. Ríkisstjórn Haítís hefur hugleitt að höfða mál gegn Frökkum til að krefja þá um endurgreiðslu skaðabótanna. Endurgreiðslukrafan myndi nema um fjórfaldri landsframleiðslu Haítís. Haítí hefur fengið talsverðan afslátt af erlendum skuldum, þar eð gerspilltir einræðisherrar, einkum François Duvalier (Papa Doc), stofnuðu til skuldanna og stálu lánsfénu. Haítí hefði getað vegnað vel. Milljónum Haítímanna, sem búa í öðrum löndum, vegnar jafnan vel. Haítí á marga heimsfræga listmálara. Málverk þeirra eru eftirsótt um allan heim og seljast nú háu verði. Einn þeirra heitir Abner Dubic. Ég keypti mynd af honum í Port au Prince fyrir 30 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Haítí á sér merka sögu. Landið var frönsk þrælanýlenda, ein ríkasta nýlenda Frakka, helzta djásn heimsveldisins, perla Karíbahafsins af sjónarhóli nýlenduherranna. Þrælarnir á Haítí sættu svo illri meðferð, að sum árin þurftu Frakkar að flytja 50.000 nýja þræla til Haítí í stað þeirra, sem höfðu látið lífið árið áður. Svo fór, að þrælarnir risu upp, innblásnir af frönsku stjórnarbyltingunni 1789, hröktu kúgarana af höndum sér og stofnuðu sjálfstætt ríki á eynni 1804. Bandaríkin voru þá eina sjálfstæða ríkið vestan hafs, en þau höfðu tekið sér sjálfstæði frá Bretum 1776. Bandaríkjamenn viðurkenndu þó ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1862, þegar suðurríkin höfðu sagt sig úr lögum við norðurríkin og borgarastyrjöldin, sem brauzt út 1861, hafði snúizt upp í stríð um þrælahald. Að loknu stríði 1865 var þrælahaldið afnumið í Bandaríkjunum. Engar bætur komu fyrir þrælana, það var reglan, nema í Washington, þar sem þrælaeigendur fengu til málamynda 300 dollara fyrir hvern þræl. Þrælahaldarar fengu hvergi fullar bætur - það er markaðsverð - fyrir þrælana, sem þeim var gert með lögum að leysa úr haldi. Bretar afnámu þrælahald í nýlendum sínum 1833 og greiddu þrælahöldurum á Karíbahafseyjum skaðabætur úr ríkissjóði. Katar við Persaflóa bannaði þrælahald ekki fyrr en 1952, Sádi-Arabía og Jemen 1962, Sameinuðu furstadæmin 1963, Óman 1970 og Máritanía 1981, sumir segja 2007. Þrælahald er nú alls staðar bannað með lögum. Fyrsta frjálsa blökkuríkiðEn það var Haítí, sem reið á vaðið vestan hafs 1804, og afnam þrælahald. Frakkar viðurkenndu ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1825 og þá gegn því, að Haítí greiddi þeim miklar bætur vegna skaðans, sem franskir þrælahaldarar urðu fyrir, þegar þeir hrökkluðust frá landareignum sínum og þrælar þeirra voru leystir úr haldi. Ekki er ljóst, hvort bótakrafan var miðuð við markaðsverð á þrælum. Haítí gekk að þessum afarkostum, því að ella hefði franski flotinn tekið Haítí aftur með vopnavaldi. Landið mátti sæta ströngu viðskiptabanni. Tólf frönsk herskip með 150 fallbyssur umkringdu landið. Gömlu þrælahaldararnir heimtuðu innrás, en franska stjórnin kaus heldur að knýja Haítí til að greiða skaðabætur, sem námu andvirði allra útgjalda franska ríkisins eða fimmföldum útflutningstekjum Haítís á einu ári. Nokkrum árum áður, 1803, höfðu Frakkar selt Bandaríkjamönnum Lúísíana, 74 sinnum meira flæmi en Haítí að flatarmáli, á innan við helminginn af andvirði skaðabótanna. Aldrei viðreisnar vonSkuldabyrðin var þung. Um aldamótin 1900 þurfti Haítí að verja 80 prósentum af útgjöldum ríkisins í afborganir og vexti af þessari gömlu skuld, sem eyjarskeggjum tókst að lokum að endurgreiða til fulls 1922, sumir segja 1947. Munurinn stafar af því, að hægt er að túlka skil á yngri lánum til að endurfjármagna gömlu kröfuna með ólíkum hætti.Endurfjármögnun reyndist dýr. Mestu skipti þó, að Haítí átti sér aldrei viðreisnar von sem sjálfstætt ríki með svo þunga skuldabyrði á bakinu. Landið varð illræmt þjófabæli, þar sem gerspillt yfirstétt mergsaug og svívirti sauðsvartan almúgann eins og Graham Greene lýsir vel í bók sinni Trúðarnir í íslenzkri þýðingu Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra og ráðherra. Landið er í þvílíkri niðurníðslu, að þar er varla lengur að finna stingandi strá, þótt Dóminíska lýðveldið hinum megin á sömu eyju sé iðjagrænt. Haítí hefur lengi verið fátækasta landið í vesturálfu. Þrjú börn af hverjum fjórum fæðast án aðstoðar læknis eða ljósmóður. Nýfætt barn getur vænzt þess að verða sextugt. Aðeins helmingur barna gengur í skóla og enn lægra hlutfall unglinga. Ólæsi er útbreitt. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Haítí 2008 var einn fertugasti af kaupmætti á mann í Bandaríkjunum í næsta nágrenni. Landsskjálftinn um daginn breikkar bilið.Ofríki Frakka keyrði Haítí í kaf. Skaðabótakrafa þeirra var óréttmæt. Reglan var sú, að ekki kæmu bætur fyrir afnám þrælahalds. Ríkisstjórn Haítís hefur hugleitt að höfða mál gegn Frökkum til að krefja þá um endurgreiðslu skaðabótanna. Endurgreiðslukrafan myndi nema um fjórfaldri landsframleiðslu Haítís. Haítí hefur fengið talsverðan afslátt af erlendum skuldum, þar eð gerspilltir einræðisherrar, einkum François Duvalier (Papa Doc), stofnuðu til skuldanna og stálu lánsfénu. Haítí hefði getað vegnað vel. Milljónum Haítímanna, sem búa í öðrum löndum, vegnar jafnan vel. Haítí á marga heimsfræga listmálara. Málverk þeirra eru eftirsótt um allan heim og seljast nú háu verði. Einn þeirra heitir Abner Dubic. Ég keypti mynd af honum í Port au Prince fyrir 30 árum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun