Körfubolti

Snæfell búið að sópa út öllum Suðurnesjaliðunum á síðustu þremur árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson skorar hér yfir Darrell Flake í leiknum í gær.
Hlynur Bæringsson skorar hér yfir Darrell Flake í leiknum í gær. Mynd/Daníel
Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla með 110-93 sigri á Grindavík í öðrum leik liðanna í Hólminum í gær og slógu þar með Grindvíkinga sigurlausa út úr úrslitakeppninni.

Snæfellsliðið lokaði þar með Suðurnesjahringnum en liðið hefur nú sópað út öllum Suðurnesjaliðunum á síðustu þremur árum.

Snæfell sló Keflavík út úr átta liða úrslitunum 2007 og Njarðvík út úr átta liða úrslitunum árið eftir. Bæði þau einvígi enduðu 2-0 fyrir Snæfell og í einvíginu á móti Njarðvík var Snæfellsliðið ekki með heimavallarrétt eins og í þessu einvígi á móti Grindavík.

Einvígi Snæfells og Keflavíkur í átta liða úrslitum 2007

1. leikur í Stykkishólmi - Snæfell vann 84-67

2. leikur í Keflavík - Snæfell vann 103-89

Niðurstaða: 2-0 fyrir Snæfell

Einvígi Snæfells og Njarðvíkur í átta liða úrslitum 2008

1. leikur í Njarðvík - Snæfell vann 84-71

2. leikur í Stykkishólmi - Snæfell vann 80-66

Niðurstaða: 2-0 fyrir Snæfell

Einvígi Snæfells og Grindavíkur í átta liða úrslitum 2010

1. leikur í Grindavík - Snæfell vann 95-94

2. leikur í Stykkishólmi - Snæfell vann 110-93

Niðurstaða: 2-0 fyrir Snæfell




Fleiri fréttir

Sjá meira


×