Útrásarvíkingar á skammarlista Time 30. apríl 2010 12:20 Blaðamaðurinn Joel Stein hjá Time valdi Björgólf, Jón Ásgeir og Hreiðar Má á listann sem er birtur á heimasíðu tímaritsins. Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia." Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia."
Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35