Lífið

Uppvakningur gleymdist

Fékk uppvakning úr bíómynd Benedikt Guðmundsson hjá Draugasetrinu fékk uppvakning sem hafði gleymst þar eftir tökur hjá Grími Hákonarsyni á Sumarlandinu. Draugurinn á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Fékk uppvakning úr bíómynd Benedikt Guðmundsson hjá Draugasetrinu fékk uppvakning sem hafði gleymst þar eftir tökur hjá Grími Hákonarsyni á Sumarlandinu. Draugurinn á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki beint.

„Við réðumst í miklar endurbætur fyrir hálfu ári og þá kom sér vel að það varð eitthvert smáræði eftir sem við gátum nýtt okkur,“ segir Benedikt Guðmundsson hjá Draugasetrinu á Stokkseyri.

Uppvakningur og annað dót sem notað var við tökur á kvikmyndinni Sumarlandið fyrr á þessu ári gleymdist þegar tökuliðið tók upp nokkrar senur á Setrinu. Starfsfólk Draugasetursins var ekki lengi að kveikja á perunni og ákvað að nýta sér einn uppvakninginn. „Þeir litu nefnilega alveg svakalega vel út,“ segir Benedikt.

Sumarlandið verður frumsýnt í þessari viku en hún segir frá fjölskyldu sem ákveður að hella sér út í handanheimsfræði í veikri gróðravon. Hlutirnir fara þó ekki alveg eins og lagt var upp með. Þau Kjartan Guðjónsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir leika aðalhlutverkin í myndinni en leikstjóri er Grímur Hákonarson. Benedikt segir tökurnar á Draugasetrinu hafa gengið vonum framar.

„Og það þýðir bara eitt: draugarnir hafa verið ánægðir með það sem þeir sáu,“ segir Benedikt og bætir því við að þeir geti nú boðið upp á extra mikinn draugagang á Setrinu.

„Já, við höfum náð miklu betri tökum á þessu núna.“- fgg

Draugasetrið á Stokkseyri Benedikt Guðmundsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.