Körfubolti

Langþráður sigur hjá Njarðvíkingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Árni Ólafsson lék vel í kvöld.
Jóhann Árni Ólafsson lék vel í kvöld.

Njarðvík enduðu fimm leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla með þrettán stiga sigri á nýliðum Hauka, 80-67, í Ljónagryfjunni í kvöld.

Christopher Smith var með 22 stig og 13 fráköst hjá Njarðvík, Jóhann Árni Ólafsson skoraði 18 stig og Guðmundur Jónsson var með 17 stig.

Hinn 19 ára Haukur Óskarsson skoraði 22 stig fyrir Hauka, Gerald Robinson var með 18 stig og 13 fráköst og Semaj Inge var nálægt þrennu með 12 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendinar.

Njarðvík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik, var 21-16 yfir eftir fyrsta leikhluta og með þriggja stiga forskot í hálfleik, 36-33. Gerald Robinson hélt Haukum á floti fram eftir leik en hann skoraði meðal annars 14 af 16 stigum liðsins í fyrsta leikhlutanum.

Haukar komust yfir í þriðja leikhluta en aðeins um stund og heimamenn í Njarðvík voru með eins stigs forskot, 55-54, fyrir lokaleikhlutann.

Njarðvíkingar voru mun sterkari í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 25-13 og lönduðu þar með langþráðum sigri, þeim fyrsta í deildinni síðan 17. október.

 

Njarðvík-Haukar 80-67 (36-33)



Stig Njarðvíkur: Christopher Smith 22/13 fráköst/6 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 18/7 fráköst, Guðmundur  Jónsson 17/4 fráköst, Lárus Jónsson 7/6 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 7/4 fráköst, Friðrik E.  Stefánsson 6/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 2, Páll Kristinsson 1

Stig Hauka: Haukur Óskarsson 22, Gerald  Robinson 18/13 fráköst, Semaj Inge 12/8 fráköst/9 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 10, Emil Barja 4/4 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 1

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×