Skólastarf verður að vera öruggt Steinunn Stefánsdóttir skrifar 20. ágúst 2010 06:00 Niðurskurður blasir nú við hvarvetna bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Engin þjónusta sem veitt er af opinberum aðilum mun þar eiga undankomu og skólar eru engin undantekning, leik- og grunnskólar hjá sveitarfélögunum og framhaldsskólar hjá ríkinu. Á meðan stjórnarmálamenn og embættismenn ríkis og sveitarfélaga sitja með sveittan skallann við að skera niður, eða hagræða eins og það heitir á fínlegra máli, þá blasir við að opinberir aðilar eru að taka á sig aukinn og óvæntan kostnað vegna einkaskóla og einkaframkvæmda við skóla. Húsnæði Menntaskólans í Borgarfirði var í vikunni selt á nauðungaruppboði en fasteignafélagið sem byggði og átti húsið réði ekki við afborganir af lánum vegna byggingar þess. Íslandsbanki er nú eigandi skólahússins en stefnt er að því að sveitarfélagið Borgarbyggð kaupi skólann af bankanum. Ljóst er að þarna er um verulega auknar byrðar að ræða fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir að það hafi vissulega átt hlut í fasteignafélaginu fyrir. Í gær barst svo sú frétt að borgarráð hefði samþykkt að kaupa húsnæði Skóla Ísaks Jónssonar með yfirtöku á skuldum og fjármögnun nauðsynlegra viðhaldsverkefna sem skólinnn ræður ekki við. Skólinn mun leigja húsnæðið aftur af borginni og gert er ráð fyrir að hann kaupi eignina aftur innan fárra ára eftir að náðst hafi betri tök á fjármálum hans, sem vonandi mun gerast. Þessu til viðbótar má nefna að í menntamálaráðuneytinu er nú beðið úttektar Ríkisendurskoðunar á rekstri menntaskólans Hraðbrautar. Með henni mun væntanlega skýrast hvort í skólanum hafi verið farið með fé sem skyldi. Skólastofnanir eru meðal grunnstoða samfélagsins. Það er þess vegna nauðsynlegt að um rekstur þeirra og starfsemi ríki traust og öryggi. Þegar skóli er stofnaður er ekki tjaldað til einnar nætur. Skólastofnun er ætlað að byggjast upp og þroskast á löngum tíma. Einkaskólar breikka vissulega það framboð á námi sem grunn- og framhaldsskólanemum stendur til boða. Í sumum þeirra er unnið eftir hugmyndum og skólastefnum sem eru áhugaverður valkostur til viðbótar við það ágæta skólastarf sem fram fer í opinberum ranni. Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að einkaskólar eru allir reknir með samningi við ríki eða sveitarfélag. Uppistaðan í rekstrarfé þeirra er því skattfé, alveg eins og í opinberum skólum. Þeir sem reka einkaskóla eru þannig fyrst og fremst að vinna með opinbert fé þannig að staða þeirra er nánast sú sama og skólastjóra opinberu skólanna. Það hlýtur því að vera eðlileg krafa skattgreiðenda að rekstur einkaskólanna sé undir sams konar eftirliti og rekstur opinberra skóla. Það er í það minnsta ótækt á niðurskurðartímum að sveitarfélög eða ríki fái fyrirvaralítið í fangið stórútgjöld vegna þess að rekstur og áætlanagerð einkaskóla og einkaframkvæmda vegna skólastarfsemi er ekki sem skyldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Niðurskurður blasir nú við hvarvetna bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Engin þjónusta sem veitt er af opinberum aðilum mun þar eiga undankomu og skólar eru engin undantekning, leik- og grunnskólar hjá sveitarfélögunum og framhaldsskólar hjá ríkinu. Á meðan stjórnarmálamenn og embættismenn ríkis og sveitarfélaga sitja með sveittan skallann við að skera niður, eða hagræða eins og það heitir á fínlegra máli, þá blasir við að opinberir aðilar eru að taka á sig aukinn og óvæntan kostnað vegna einkaskóla og einkaframkvæmda við skóla. Húsnæði Menntaskólans í Borgarfirði var í vikunni selt á nauðungaruppboði en fasteignafélagið sem byggði og átti húsið réði ekki við afborganir af lánum vegna byggingar þess. Íslandsbanki er nú eigandi skólahússins en stefnt er að því að sveitarfélagið Borgarbyggð kaupi skólann af bankanum. Ljóst er að þarna er um verulega auknar byrðar að ræða fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir að það hafi vissulega átt hlut í fasteignafélaginu fyrir. Í gær barst svo sú frétt að borgarráð hefði samþykkt að kaupa húsnæði Skóla Ísaks Jónssonar með yfirtöku á skuldum og fjármögnun nauðsynlegra viðhaldsverkefna sem skólinnn ræður ekki við. Skólinn mun leigja húsnæðið aftur af borginni og gert er ráð fyrir að hann kaupi eignina aftur innan fárra ára eftir að náðst hafi betri tök á fjármálum hans, sem vonandi mun gerast. Þessu til viðbótar má nefna að í menntamálaráðuneytinu er nú beðið úttektar Ríkisendurskoðunar á rekstri menntaskólans Hraðbrautar. Með henni mun væntanlega skýrast hvort í skólanum hafi verið farið með fé sem skyldi. Skólastofnanir eru meðal grunnstoða samfélagsins. Það er þess vegna nauðsynlegt að um rekstur þeirra og starfsemi ríki traust og öryggi. Þegar skóli er stofnaður er ekki tjaldað til einnar nætur. Skólastofnun er ætlað að byggjast upp og þroskast á löngum tíma. Einkaskólar breikka vissulega það framboð á námi sem grunn- og framhaldsskólanemum stendur til boða. Í sumum þeirra er unnið eftir hugmyndum og skólastefnum sem eru áhugaverður valkostur til viðbótar við það ágæta skólastarf sem fram fer í opinberum ranni. Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að einkaskólar eru allir reknir með samningi við ríki eða sveitarfélag. Uppistaðan í rekstrarfé þeirra er því skattfé, alveg eins og í opinberum skólum. Þeir sem reka einkaskóla eru þannig fyrst og fremst að vinna með opinbert fé þannig að staða þeirra er nánast sú sama og skólastjóra opinberu skólanna. Það hlýtur því að vera eðlileg krafa skattgreiðenda að rekstur einkaskólanna sé undir sams konar eftirliti og rekstur opinberra skóla. Það er í það minnsta ótækt á niðurskurðartímum að sveitarfélög eða ríki fái fyrirvaralítið í fangið stórútgjöld vegna þess að rekstur og áætlanagerð einkaskóla og einkaframkvæmda vegna skólastarfsemi er ekki sem skyldi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun