Ólíkar skýringar á fylgisfalli Þorsteinn Pálsson skrifar 6. nóvember 2010 11:54 Viðbrögð við viðhorfskönnunum segja stundum meir en tölurnar. Könnun sem birt var í vikunni hafði þau áhrif að forsætisráðherra lýsti því yfir að endursemja yrði við AGS um stefnuna í ríkisfjármálum. Ein könnun getur varla leitt til meiri kúvendingar. Viðbrögðin eru þess eðlis að ástæða er til að rýna nánar í baksvið talnanna en ella. Fjármálaráðherra hefur réttilega sagt að stjórnarflokkar sem glíma við mikla erfiðleika þurfi að þola kannanir sem sýna slaka í fylgi. Það athyglisverða er að eðlismunur er á fylgisbreytingu ríkisstjórnarflokkanna í þessari könnun. Sömu skýringar eiga því ekki við þá báða. VG er að missa um fimmtung kjósenda sinna eftir einhvern mesta kosningasigur sem sögur fara af. Þó að það sé að vísu allmikið tap eiga skýringar fjármálaráðherra eigi að síður við. Samfylkingin er á hinn bóginn að missa um fjörutíu hundraðshluta af fylginu. Það er hrun. Ástæðan er ekki sú að forsætisráðherrann hafi tekið hitann og þungann í vörn fyrir erfið mál. Það hefur fjármálaráðherrann hins vegar gert. Það er beinlínis ein af skýringunum á þessu hruni að forysta Samfylkingarinnar víkur sér jafnan undan að verjast ágjöfinni. Önnur skýring er sú að flokkurinn hefur gefið eftir nánast öll þau mál sem aðgreina hann frá VG nema Evrópusambandsmálið, enn sem komið er. Afleiðingin er sú að vinstrivængur VG, sem var áhrifalítill í byrjun, hefur smám saman náð undirtökum í stjórnarsamstarfinu. Fyrir vikið er ríkisstjórnin föst í málefnakreppu og Ísland hefur borið af þeirri leið sem mörkuð var með endurreisnaráætlun AGS.Þóttafullt afsvar Forsætisráðherra hafnaði umsvifalaust tilboði formanns Sjálfstæðisflokksins í vikunni um breiða pólitíska samvinnu við ríkisstjórnarborðið. Venjulega hefðu hvorki tilboðið né svarið sætt tíðindum. Í ljósi aðstæðna var tilboðið hins vegar athyglisvert en svarið þóttafullt. Staða stjórnarandstöðuflokkanna er ólík með svipuðum hætti og stjórnarflokkanna. Ytri aðstæður eru báðum flokkunum hagstæðar vegna vantrausts í garð ríkisstjórnarinnar. Innri veikleikar hljóta því að ráða mestu um að Framsóknarflokkurinn nær ekki kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð fyrri styrk. Honum hefur hins vegar tekist að hagnýta sér veika stöðu ríkisstjórnarinnar til að bæta stöðu sína. Í vikunni kynnti flokkurinn umfangsmiklar tillögur í efnahagsmálum. Með þeim hefur hann styrkt málefnastöðuna. Í ríkisfjármálum stefna tillögurnar að sama marki og ríkisstjórnin hefur gert fram til þessa samkvæmt AGS-áætluninni. Skattastefnan miðar hins vegar að því að draga úr lamandi áhrifum á atvinnusköpun. Orkunýtingarstefnan þýðir framkvæmdir í stað stöðnunar. Í tillögunum er ekki fjallað um stefnuna í peningamálum. Það er veikleiki. Eigi að síður eru þær gilt framlag til málefnalegrar umræðu og samstarfs. Snöggi bletturinn er óábyrg afstaða til heildaraflaaukningar.Fylgið speglar vel Kjarni málsins er sá að Samfylkingin virðist vera að tapa fylgi eftir því sem vinstrivængur VG verður áhrifaríkari. Ástæðan er sú að stór hluti kjósenda hennar stendur nálægt miðju stjórnmálanna. VG hefur fram til þessa beitt margvíslegum stjórnsýsluráðum til að hindra hagvöxt með frekari orkunýtingu og erlendri fjárfestingu. Margt bendir til að flokkurinn hyggist beita sams konar meðulum til að hindra framgang aðildarviðræðnanna án þess formlega að rjúfa samkomulagið um umsóknina. Kyngi Samfylkingin því gæti traust hennar rýrnað enn frekar. Verra er þó að slík þróun mála myndi veikja samningsstöðu Íslands. Á hinn bóginn gæti það skapað tækifæri fyrir stjórnarandstöðuflokkana til að styrkja stöðu landsins með jákvæðari afstöðu. Ríkisstjórnin hefur ekki fylgt eftir þeim orkunýtingaráformum sem samstarfsáætlunin við AGS gerir ráð fyrir. Nýlega lýsti forsætisráðherra því yfir að horfið yrði frá viðmiðunum áætlunarinnar varðandi lausn á skuldavanda heimilanna og nú hefur hann bætt ríkisfjármálunum við að kröfu vinstrivængs VG. Þá er harla lítið eftir. Rétt er hjá forsætisráðherra að ríkisstjórnin þarf ekki á stuðningi stjórnarandstöðunnar að halda. En það er aðeins rétt í þeim skilningi að stjórnin gangi að þeim afarkostum sem vinstrivængur VG setur henni. Talsmenn vinstrivængsins hryllir við atvinnusköpun með orkunýtingu svo þeirra eigin tungutak sé notað. Forsætisráðherra kýs þann kost fremur en samstarf á miðjunni um atvinnu. Þetta val forsætisráðherra endurspeglast skýrt í skoðanakönnunum. Niðurstaðan er þessi: Ríkisstjórnin er ofurseld vinstrivæng VG og rúin trausti. Stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa meira traust til að stefna að eigin stjórn í bráð. Forsætisráðherra hafnar breiðu ríkisstjórnarsamstarfi. Fyrir vikið er þjóðin stödd í pólitískri blindgötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Viðbrögð við viðhorfskönnunum segja stundum meir en tölurnar. Könnun sem birt var í vikunni hafði þau áhrif að forsætisráðherra lýsti því yfir að endursemja yrði við AGS um stefnuna í ríkisfjármálum. Ein könnun getur varla leitt til meiri kúvendingar. Viðbrögðin eru þess eðlis að ástæða er til að rýna nánar í baksvið talnanna en ella. Fjármálaráðherra hefur réttilega sagt að stjórnarflokkar sem glíma við mikla erfiðleika þurfi að þola kannanir sem sýna slaka í fylgi. Það athyglisverða er að eðlismunur er á fylgisbreytingu ríkisstjórnarflokkanna í þessari könnun. Sömu skýringar eiga því ekki við þá báða. VG er að missa um fimmtung kjósenda sinna eftir einhvern mesta kosningasigur sem sögur fara af. Þó að það sé að vísu allmikið tap eiga skýringar fjármálaráðherra eigi að síður við. Samfylkingin er á hinn bóginn að missa um fjörutíu hundraðshluta af fylginu. Það er hrun. Ástæðan er ekki sú að forsætisráðherrann hafi tekið hitann og þungann í vörn fyrir erfið mál. Það hefur fjármálaráðherrann hins vegar gert. Það er beinlínis ein af skýringunum á þessu hruni að forysta Samfylkingarinnar víkur sér jafnan undan að verjast ágjöfinni. Önnur skýring er sú að flokkurinn hefur gefið eftir nánast öll þau mál sem aðgreina hann frá VG nema Evrópusambandsmálið, enn sem komið er. Afleiðingin er sú að vinstrivængur VG, sem var áhrifalítill í byrjun, hefur smám saman náð undirtökum í stjórnarsamstarfinu. Fyrir vikið er ríkisstjórnin föst í málefnakreppu og Ísland hefur borið af þeirri leið sem mörkuð var með endurreisnaráætlun AGS.Þóttafullt afsvar Forsætisráðherra hafnaði umsvifalaust tilboði formanns Sjálfstæðisflokksins í vikunni um breiða pólitíska samvinnu við ríkisstjórnarborðið. Venjulega hefðu hvorki tilboðið né svarið sætt tíðindum. Í ljósi aðstæðna var tilboðið hins vegar athyglisvert en svarið þóttafullt. Staða stjórnarandstöðuflokkanna er ólík með svipuðum hætti og stjórnarflokkanna. Ytri aðstæður eru báðum flokkunum hagstæðar vegna vantrausts í garð ríkisstjórnarinnar. Innri veikleikar hljóta því að ráða mestu um að Framsóknarflokkurinn nær ekki kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð fyrri styrk. Honum hefur hins vegar tekist að hagnýta sér veika stöðu ríkisstjórnarinnar til að bæta stöðu sína. Í vikunni kynnti flokkurinn umfangsmiklar tillögur í efnahagsmálum. Með þeim hefur hann styrkt málefnastöðuna. Í ríkisfjármálum stefna tillögurnar að sama marki og ríkisstjórnin hefur gert fram til þessa samkvæmt AGS-áætluninni. Skattastefnan miðar hins vegar að því að draga úr lamandi áhrifum á atvinnusköpun. Orkunýtingarstefnan þýðir framkvæmdir í stað stöðnunar. Í tillögunum er ekki fjallað um stefnuna í peningamálum. Það er veikleiki. Eigi að síður eru þær gilt framlag til málefnalegrar umræðu og samstarfs. Snöggi bletturinn er óábyrg afstaða til heildaraflaaukningar.Fylgið speglar vel Kjarni málsins er sá að Samfylkingin virðist vera að tapa fylgi eftir því sem vinstrivængur VG verður áhrifaríkari. Ástæðan er sú að stór hluti kjósenda hennar stendur nálægt miðju stjórnmálanna. VG hefur fram til þessa beitt margvíslegum stjórnsýsluráðum til að hindra hagvöxt með frekari orkunýtingu og erlendri fjárfestingu. Margt bendir til að flokkurinn hyggist beita sams konar meðulum til að hindra framgang aðildarviðræðnanna án þess formlega að rjúfa samkomulagið um umsóknina. Kyngi Samfylkingin því gæti traust hennar rýrnað enn frekar. Verra er þó að slík þróun mála myndi veikja samningsstöðu Íslands. Á hinn bóginn gæti það skapað tækifæri fyrir stjórnarandstöðuflokkana til að styrkja stöðu landsins með jákvæðari afstöðu. Ríkisstjórnin hefur ekki fylgt eftir þeim orkunýtingaráformum sem samstarfsáætlunin við AGS gerir ráð fyrir. Nýlega lýsti forsætisráðherra því yfir að horfið yrði frá viðmiðunum áætlunarinnar varðandi lausn á skuldavanda heimilanna og nú hefur hann bætt ríkisfjármálunum við að kröfu vinstrivængs VG. Þá er harla lítið eftir. Rétt er hjá forsætisráðherra að ríkisstjórnin þarf ekki á stuðningi stjórnarandstöðunnar að halda. En það er aðeins rétt í þeim skilningi að stjórnin gangi að þeim afarkostum sem vinstrivængur VG setur henni. Talsmenn vinstrivængsins hryllir við atvinnusköpun með orkunýtingu svo þeirra eigin tungutak sé notað. Forsætisráðherra kýs þann kost fremur en samstarf á miðjunni um atvinnu. Þetta val forsætisráðherra endurspeglast skýrt í skoðanakönnunum. Niðurstaðan er þessi: Ríkisstjórnin er ofurseld vinstrivæng VG og rúin trausti. Stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa meira traust til að stefna að eigin stjórn í bráð. Forsætisráðherra hafnar breiðu ríkisstjórnarsamstarfi. Fyrir vikið er þjóðin stödd í pólitískri blindgötu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun