Tími óvinsælda 9. október 2010 07:15 Viðbrögðin við áformum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eru fyrirsjáanleg og að mörgu leyti skiljanleg. Þau eru endurómur af svipuðum mótmælum úti um alla Evrópu þar sem ríkisstjórnir hafa neyðzt til að draga saman útgjöld vegna kreppunnar. Slíkt er alltaf sársaukafullt og kemur við margvíslega hagsmuni. Engu að síður væru mistök að láta undan þrýstingi um að hætta við niðurskurðinn. Rifjum upp nokkrar staðreyndir. Ríkissjóður hefur verið rekinn með gífurlegum halla; við eigum ekki fyrir því sem við eyðum. Til að ná jafnvægi verður að hækka skatta eða skera niður kostnað. Skattahækkanir eru klárlega komnar að mörkum þess sem almenningur og atvinnulíf þolir. Það er enginn annar kostur en að skera niður. Launakostnaður er svo stór hluti af útgjöldum ríkisins að það er fullkomlega óraunsætt að halda að hægt sé að draga saman útgjöld án þess að ríkisstarfsmenn missi vinnuna. Rekstur heilbrigðiskerfisins er sömuleiðis svo stór hluti ríkisrekstrarins að það er óraunhæft að ná árangri við lækkun ríkisútgjalda nema taka á kostnaði heilbrigðiskerfisins. Í þeim mótmælum sem hafa komið fram við sparnaðaráformunum hefur tvenns konar rökum einkum verið haldið á lofti. Annars vegar er horft á störfin sem munu tapast á sjúkrahúsunum. Hins vegar (og sú röksemd virðist raunar í öðru sæti) er vísað til þess að heilbrigðisþjónustan versni og öryggi sjúklinga skerðist. Í þessu máli verða stjórnmálamenn fyrst og fremst að horfa á seinna sjónarmiðið; hvernig á að tryggja sem bezta heilbrigðisþjónustu fyrir þá peninga sem eru til. Byggð í landinu verður ekki viðhaldið með atvinnusköpun á vegum hins opinbera. Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að ekki sé hægt að dreifa hátækni og sérfræðingum um landið, heldur verði að byggja slíka þjónustu upp á fáum stöðum og efla almenna heilsugæzlu annars staðar. Þetta er skynsamlegt sjónarmið, sérstaklega þegar fjárráðin eru takmörkuð. Það er opinbert leyndarmál að tækni og sérþekking á smærri sjúkrahúsum er oft vannýtt og ýtir jafnvel undir tvíverknað, því að iðulega eru sjúklingarnir sendir af heimasjúkrahúsinu og þangað sem þjónustan er bezt, þ.e. til Reykjavíkur eða Akureyrar. Samgöngur við staðina skipta hins vegar máli um öryggi sjúklinga. Suðurnes eru þannig í allt annarri aðstöðu en Vestmannaeyjar og Húsavík í allt annarri stöðu en Ísafjörður hvað varðar möguleika á að flytja sjúklinga með hraði á stórt sjúkrahús. Þetta hlýtur að þurfa að skoða ef endurmeta á áformin um niðurskurð. Þingmennirnir sem nú vilja slá sig til riddara með því að lofa einstökum byggðarlögum að þeir skuli berjast með þeim gegn niðurskurðinum ættu hins vegar að hafa í huga að ef ekki verður skorið niður á einum stað, þýðir það bara meiri niðurskurð á öðrum. Ef ríkisstarfsmenn halda vinnunni á einum stað, þýðir það að aðrir verða atvinnulausir annars staðar. Lausn vandans liggur ekki í því að horfa á sérhagsmunina, heldur að tryggja hag heildarinnar sem bezt. Nú um stundir eru allar ákvarðanir í ríkisfjármálum erfiðar og til óvinsælda fallnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun
Viðbrögðin við áformum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eru fyrirsjáanleg og að mörgu leyti skiljanleg. Þau eru endurómur af svipuðum mótmælum úti um alla Evrópu þar sem ríkisstjórnir hafa neyðzt til að draga saman útgjöld vegna kreppunnar. Slíkt er alltaf sársaukafullt og kemur við margvíslega hagsmuni. Engu að síður væru mistök að láta undan þrýstingi um að hætta við niðurskurðinn. Rifjum upp nokkrar staðreyndir. Ríkissjóður hefur verið rekinn með gífurlegum halla; við eigum ekki fyrir því sem við eyðum. Til að ná jafnvægi verður að hækka skatta eða skera niður kostnað. Skattahækkanir eru klárlega komnar að mörkum þess sem almenningur og atvinnulíf þolir. Það er enginn annar kostur en að skera niður. Launakostnaður er svo stór hluti af útgjöldum ríkisins að það er fullkomlega óraunsætt að halda að hægt sé að draga saman útgjöld án þess að ríkisstarfsmenn missi vinnuna. Rekstur heilbrigðiskerfisins er sömuleiðis svo stór hluti ríkisrekstrarins að það er óraunhæft að ná árangri við lækkun ríkisútgjalda nema taka á kostnaði heilbrigðiskerfisins. Í þeim mótmælum sem hafa komið fram við sparnaðaráformunum hefur tvenns konar rökum einkum verið haldið á lofti. Annars vegar er horft á störfin sem munu tapast á sjúkrahúsunum. Hins vegar (og sú röksemd virðist raunar í öðru sæti) er vísað til þess að heilbrigðisþjónustan versni og öryggi sjúklinga skerðist. Í þessu máli verða stjórnmálamenn fyrst og fremst að horfa á seinna sjónarmiðið; hvernig á að tryggja sem bezta heilbrigðisþjónustu fyrir þá peninga sem eru til. Byggð í landinu verður ekki viðhaldið með atvinnusköpun á vegum hins opinbera. Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að ekki sé hægt að dreifa hátækni og sérfræðingum um landið, heldur verði að byggja slíka þjónustu upp á fáum stöðum og efla almenna heilsugæzlu annars staðar. Þetta er skynsamlegt sjónarmið, sérstaklega þegar fjárráðin eru takmörkuð. Það er opinbert leyndarmál að tækni og sérþekking á smærri sjúkrahúsum er oft vannýtt og ýtir jafnvel undir tvíverknað, því að iðulega eru sjúklingarnir sendir af heimasjúkrahúsinu og þangað sem þjónustan er bezt, þ.e. til Reykjavíkur eða Akureyrar. Samgöngur við staðina skipta hins vegar máli um öryggi sjúklinga. Suðurnes eru þannig í allt annarri aðstöðu en Vestmannaeyjar og Húsavík í allt annarri stöðu en Ísafjörður hvað varðar möguleika á að flytja sjúklinga með hraði á stórt sjúkrahús. Þetta hlýtur að þurfa að skoða ef endurmeta á áformin um niðurskurð. Þingmennirnir sem nú vilja slá sig til riddara með því að lofa einstökum byggðarlögum að þeir skuli berjast með þeim gegn niðurskurðinum ættu hins vegar að hafa í huga að ef ekki verður skorið niður á einum stað, þýðir það bara meiri niðurskurð á öðrum. Ef ríkisstarfsmenn halda vinnunni á einum stað, þýðir það að aðrir verða atvinnulausir annars staðar. Lausn vandans liggur ekki í því að horfa á sérhagsmunina, heldur að tryggja hag heildarinnar sem bezt. Nú um stundir eru allar ákvarðanir í ríkisfjármálum erfiðar og til óvinsælda fallnar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun