Lífið

Björgvin lætur gott af sér leiða

gaf treyju Björgvin gaf Steinari Jónssyni áritaða treyju á dögunum.
gaf treyju Björgvin gaf Steinari Jónssyni áritaða treyju á dögunum.

„Ég tel mjög mikilvægt að allir sem geta glatt eða látið gott af sér leiða til þess að sem flestum líði vel, geri það. Sérstaklega á þessum erfiðu tímum í kringum jól og áramót,“ segir handboltakappinn Björgvin Páll Gústavsson.

Björgvin var staddur á landinu á dögunum og lét gott af sér leiða. Hann ákvað fyrir nokkrum misserum að hefja samstarf við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og gefa einhverjum úr þeirra hópi áritaða treyju í hvert skipti sem hann kæmi til landsins.

„Ég gaf einmitt strák að nafni Steinar áritaða treyju í síðustu viku en hann hefur verið í langri og erfiðri meðferð,“ segir Björgvin.

„Sú heimsókn sýndi mér einnig hversu frábært starf er unnið þarna og alla jákvæðnina sem streymir þarna um. Þarna er fólk sem er bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu með jákvæðnina og bjartsýnina að vopni. Við gætum lært mikið af fólkinu þarna inni á tímum sem þessum í samfélaginu frekar en að væla yfir því hversu slæmt allt er og ömurlegt.“

Björgvin og Logi Geirsson hafa styrkt ýmis góð málefni með hagnaði á sölu Silver-gelsins. „Við munum láta enn meira að okkur kveða í þeim efnum á næstu vikum og mánuðum og vil ég hvetja alla til að gera slíkt hið sama ef þeir sjá sér það fært.“- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.