Umfjöllun: Hlynur fór á kostum í sigri Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2010 17:37 Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorsteinsson í baráttunni. Mynd/Daníel Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2. Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira