Körfubolti

Hrafn: „Við þurfum allir að líta í eigin barm“

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

„Við vorum klárlega ekki sannfærandi á móti svæðisvörninni og það leit út fyrir að það væru þreyttir leikmenn inni á vellinum. Við þurfum allir að líta í eigin barm," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 94-80 tap liðsins á útivelli gegn Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.

KR-ingar voru 10 stigum yfir þegar fjórði leikhluti hófst, 71-61, en lokakafli leiksins var hrein hörmungarsaga hjá KR sem skoraði aðeins 9 stig og virtust ekki hafa nein svör í vörn eða sókn gegn Íslandsmeistaraliðinu.

Viðtalið við Hrafn má sjá í heildi sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Snæfell-KR 94-80

Stig Snæfells: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 28 (5 fráköst, 5 stoðsendingar), Sean Burton 21 (8 stoðsendingar), Ryan Amoroso 15 (11 fráköst), Emil Þór Jóhansson 13 (6 stoðsendingar), Jón Ólafur Jónsson 7 (6 fráköst, 5 stoðsendingar), Sveinn Arnar Davíðsson 5, Egill Egilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2.

Stig KR: Hreggviður Magnússon 15 (5 stoðsendingar, 5 fráköst), Marcus Walker 14 ( 4 fráköst, 2 stoðsendingar), Brynjar Þór Björnsson 14, Pavel Ermolinskij 12 (11 fráköst, 9 stoðsendingar), Jón Orri Kristjánsson, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Fannar Ólafsson 5, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×