Kjarkur í Kú Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. desember 2010 09:49 Ólafur M. Magnússon, sem á sínum tíma stofnaði Mjólkursamlagið Mjólku í óþökk talsmanna hins ríkisstyrkta og miðstýrða landbúnaðarkerfis, er ekki af baki dottinn. Hann neyddist til að selja landbúnaðarapparatinu Mjólku eftir að reksturinn lenti í erfiðleikum, sem Ólafur kennir engum um nema sjálfum sér. Eins og hann sagði frá í viðtali við Fréttablaðið á föstudaginn er Ólafur nú kominn af stað með nýtt mjólkursamlag, Kú, sem hafið hefur framleiðslu og sölu á ostum. Ólafur hyggst endurtaka leikinn og framleiða sjálfur mjólk á fjölskyldubúinu utan greiðslumarks, þ.e. án ríkisstyrkja, auk þess sem hann ætlar að kaupa mjólk af Vesturmjólk sem einnig er framleidd utan greiðslumarks. Slík starfsemi er eitur í beinum þeirra sem vilja halda vörð um gamla kerfið. Tveir landbúnaðarráðherrar hafa verið fengnir til að flytja á þingi frumvarp um að refsa með sektargreiðslum þeim afurðastöðvum sem kaupa mjólk sem ekki er framleidd með ríkisstyrk. Frumvarpinu sem Jón Bjarnason, núverandi landbúnaðarráðherra, lagði fram á síðasta þingi var harðlega mótmælt. Samkeppniseftirlitið lagðist eindregið gegn samþykkt þess, enda væri með því drepin sú litla samkeppni sem þrífst í framleiðslu og vinnslu mjólkur á Íslandi. Neytendasamtökin, Alþýðusambandið, talsmaður neytenda, Samtök verzlunar og þjónustu og Viðskiptaráð lögðust sömuleiðis eindregið gegn því að frumvarpið yrði að lögum. Það hefur ekki verið lagt fram á nýjan leik á yfirstandandi þingi. Við skulum samt ekki ímynda okkur annað en að þrýst sé á landbúnaðarráðherrann að koma refsiákvæðunum í gegn til að binda enda á tilraunir Ólafs M. Magnússonar og Vesturmjólkur til að innleiða svolitla samkeppni í búvöruframleiðslu. Ólafur sagðist í viðtalinu við Fréttablaðið ekki óttast þetta frumvarp. Það beindist fyrst og fremst að þeim sem væru innan mjólkurkvótakerfisins með hluta af sinni framleiðslu en vildu einnig framleiða utan kvóta. Hann væri hins vegar ekki aðili að kvótakerfinu. "Auk þess gengur þetta gegn atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og skýtur auðvitað mjög skökku við ef fólki er ekki heimilt að framleiða mjólk án þess að þiggja til þess ríkisstuðning," segir Ólafur. Þetta er kjarni málsins. Það getur bara ekki verið - og myndi aldrei halda fyrir dómstólum - að hægt sé að banna fólki að reka fyrirtæki án þess að þiggja til þess ríkisstyrk. Ef talsmenn landbúnaðarkerfisins telja að það hrynji, rjúfi einstakir bændur eða afurðastöðvar samtrygginguna, er kannski orðið tímabært að huga á breytingum á kerfinu, fremur en að reyna að leggja hömlur á atvinnufrelsi manna til að bjarga því. Það er mikilvægt að menn eins og Ólafur M. Magnússon hafi kjark og dug til að bjóða þessu kerfi birginn, þótt nóg sé af úrtölumönnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Ólafur M. Magnússon, sem á sínum tíma stofnaði Mjólkursamlagið Mjólku í óþökk talsmanna hins ríkisstyrkta og miðstýrða landbúnaðarkerfis, er ekki af baki dottinn. Hann neyddist til að selja landbúnaðarapparatinu Mjólku eftir að reksturinn lenti í erfiðleikum, sem Ólafur kennir engum um nema sjálfum sér. Eins og hann sagði frá í viðtali við Fréttablaðið á föstudaginn er Ólafur nú kominn af stað með nýtt mjólkursamlag, Kú, sem hafið hefur framleiðslu og sölu á ostum. Ólafur hyggst endurtaka leikinn og framleiða sjálfur mjólk á fjölskyldubúinu utan greiðslumarks, þ.e. án ríkisstyrkja, auk þess sem hann ætlar að kaupa mjólk af Vesturmjólk sem einnig er framleidd utan greiðslumarks. Slík starfsemi er eitur í beinum þeirra sem vilja halda vörð um gamla kerfið. Tveir landbúnaðarráðherrar hafa verið fengnir til að flytja á þingi frumvarp um að refsa með sektargreiðslum þeim afurðastöðvum sem kaupa mjólk sem ekki er framleidd með ríkisstyrk. Frumvarpinu sem Jón Bjarnason, núverandi landbúnaðarráðherra, lagði fram á síðasta þingi var harðlega mótmælt. Samkeppniseftirlitið lagðist eindregið gegn samþykkt þess, enda væri með því drepin sú litla samkeppni sem þrífst í framleiðslu og vinnslu mjólkur á Íslandi. Neytendasamtökin, Alþýðusambandið, talsmaður neytenda, Samtök verzlunar og þjónustu og Viðskiptaráð lögðust sömuleiðis eindregið gegn því að frumvarpið yrði að lögum. Það hefur ekki verið lagt fram á nýjan leik á yfirstandandi þingi. Við skulum samt ekki ímynda okkur annað en að þrýst sé á landbúnaðarráðherrann að koma refsiákvæðunum í gegn til að binda enda á tilraunir Ólafs M. Magnússonar og Vesturmjólkur til að innleiða svolitla samkeppni í búvöruframleiðslu. Ólafur sagðist í viðtalinu við Fréttablaðið ekki óttast þetta frumvarp. Það beindist fyrst og fremst að þeim sem væru innan mjólkurkvótakerfisins með hluta af sinni framleiðslu en vildu einnig framleiða utan kvóta. Hann væri hins vegar ekki aðili að kvótakerfinu. "Auk þess gengur þetta gegn atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og skýtur auðvitað mjög skökku við ef fólki er ekki heimilt að framleiða mjólk án þess að þiggja til þess ríkisstuðning," segir Ólafur. Þetta er kjarni málsins. Það getur bara ekki verið - og myndi aldrei halda fyrir dómstólum - að hægt sé að banna fólki að reka fyrirtæki án þess að þiggja til þess ríkisstyrk. Ef talsmenn landbúnaðarkerfisins telja að það hrynji, rjúfi einstakir bændur eða afurðastöðvar samtrygginguna, er kannski orðið tímabært að huga á breytingum á kerfinu, fremur en að reyna að leggja hömlur á atvinnufrelsi manna til að bjarga því. Það er mikilvægt að menn eins og Ólafur M. Magnússon hafi kjark og dug til að bjóða þessu kerfi birginn, þótt nóg sé af úrtölumönnunum.