Gagnrýni

Traustur og tilgerðarlaus

Trausti Júlíusson skrifar
2.0 með Tryggva Hübner.
2.0 með Tryggva Hübner.

Tónlist / ***

2.0

Tryggvi Hübner

Tryggvi Hübner er einn af fremstu gítarleikurum Íslands. Hann hefur bæði verið í hljómsveitum eins og Eik og Cabaret og spilað með Megasi, Bubba, Rúnari Júl og mörgum fleiri. 2.0 er önnur sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri ferð kom út árið 1995.

Á 2.0 eru ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsamin og án söngs, en þau tvö síðustu eru blússlagarinn Need Your Love So Bad sem Sara Blandon syngur og Free-lagið Wishing Well sem félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður Sigurðsson syngur. Sigurður var atkvæðamikill rokksöngvari á árum áður og var m.a. í hljómsveitunum Tívolí og Íslenskri kjötsúpu. Gaman að heyra í honum á nýjan leik.

2.0 er tilgerðarlaus og vönduð plata frá flinkum tónlistarmanni. Tryggvi byrjar plötuna rólega á klassískum gítar, en færir sig svo yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er sérstaklega melódískur og lipur gítarleikari og ætti ekki að valda aðdáendum sínum vonbrigðum hér. Vonandi verður styttri bið í næstu plötu!

Niðurstaða: Gítarsnillingurinn Tryggvi með melódíska og vandaða plötu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.