Lífið

Forskot á sæluna

s.h. draumur Rafræn forsala á plötunni Goð+ hefst í dag.
s.h. draumur Rafræn forsala á plötunni Goð+ hefst í dag.

Rafræn forsala á plötunni Goð+ með neðanjarðarrokksveitinni S.H. Draumi hefst í dag. Salan fer fram á glænýjum vef verslunarinnar Havarí, Havari.is. Þar verður einnig að finna alls kyns aukaefni og efni sem komst ekki fyrir á plötunni.

Goð+ er tveggja diska endurútgáfupakki S.H. Draums og inniheldur næstum því allt hljóðritað efni hljómsveitarinnar ásamt bæklingi með textum og söguágripi. Þeir sem kaupa plötuna rafrænt í forsölu fá einnig eintakið sjálft sent til sín innan nokkura daga. Platan verður svo fáanleg í verslunum 13. október. Kimi Records stendur að útgáfu Goð+ með Gunnari Lárusi Hjálmarssyni.

S.H. Draumur kemur saman eftir sautján ára hlé til að spila á Airwaves-hátíðinni á Nasa 14. október. Einnig stefnir hljómsveitin á sérstaka Goð-tónleika í lok nóvember á Akureyri og í Reykjavík. Þar verður Goð-platan leikin í heild sinni í fyrsta og eina skipti. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.