Körfubolti

Stórt kvöld í körfubolta og handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Páll Axel og félagar í Grindavík taka á móti Keflavík í sannkölluðum stórleik.
Páll Axel og félagar í Grindavík taka á móti Keflavík í sannkölluðum stórleik.

Það er heldur betur nóg um að vera í íslenskum íþróttum í kvöld en fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild karla sem og í N1-deild karla.

Í körfunni er risaslagur í Grindavík þar sem Keflavík kemur í heimsókn. Toppbaráttan í körfunni er með ólíkindum hörð. KR á toppnum með 30 stig, Keflavík með 28 og þar á eftir koma fjögur lið með 26 stig. Grindavík er þar á meðal.

Í handboltanum er endurtekning á úrslitaleik bikarsins þegar Haukar og Valur mætast. Haukar í ágætri stöðu á toppnum en Valur í pakkanum þar á eftir.

Botnbaráttuleikirnir einnig áhugaverðir en þar mætast Stjarna og Grótta meðal annars í mjög mikilvægum leik.

Leikir kvöldsins í körfunni sem hefjast 19.15:

Grindavík-Keflavík

Tindastóll-Snæfell

Hamar-Fjölnir

KR-Breiðablik

Leikir kvöldsins í handboltanum sem hefjast 19.30:

HK-Akureyri

Fram-FH

Haukar-Valur

Stjarnan-Grótta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×