Viðskipti erlent

Flestir telja að Hayward fari þrátt fyrir stuðning stjórnar BP

Flestir breskir fjölmiðlar gera ráð fyrir að Tony Hayward forstjóri BP olíufélagsins muni láta af störfum í dag eða á næstu dögum.

Stuðningsyfirlýsing við Hayward frá stjórn BP um helgina hefur engu breytt um þann fréttaflutning.

Talið er líklegt að Bandaríkjamaðurinn Bob Dudley, sem nú ber ábyrgð á hreinsunarstarfi eftir slysið, muni taka við starfinu.

Tony Hayward hefur verið harðlega gagnrýndur vegna olíulekans á Mexíkóflóa og þess hve illa gekk að komast fyrir hann. Þar að auki birtust myndir af honum í sumarfríi að sóla sig á snekkju þegar olíulekinn var sem mestur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×