Yfirvegun í stað stóryrða Steinunn Stefánsdóttir skrifar 2. september 2010 07:15 Þingsályktunartillaga um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka er meðal þeirra mála sem kunna að verða rædd og jafnvel afgreidd á septemberþingi sem hefst í dag. Í Fréttablaðinu í dag birtist niðurstaða skoðanakönnunar sem Capacent gerði nú í ágústlok fyrir samtökin Sterkara Ísland. Niðurstaða hennar er að 45,5 prósent þjóðarinnar eru andvíg áframhaldandi samningaviðræðum, 38,8 prósent vilja að viðræðunum verði haldið áfram. Enn er sem sagt meirihluti fyrir því að draga aðildarumsóknina til baka áður en viðræður eru í raun hafnar. Andstaðan er þó ekki jafnmikil og hún var í júníbyrjun þegar sambærileg könnun var gerð fyrir Andríki á vegum Markaðs- og miðlarannsókna. Þá vildu aðeins 24,3 prósent þjóðarinnar halda viðræðunum áfram en 57,6 prósent vildu að umsóknin yrði dregin tilbaka. Fyrir liðlega ári þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu sýndu skoðanakannanir hins vegar að meirihluti þjóðarinnar var hlynntur aðildarumsókn og hafði svo verið um allnokkurt skeið. Þekkt er að það sem skipti sköpum um afstöðubreytinguna voru samskipti Íslands við Breta og Hollendinga vegna Icesave-deilunnar. Þrátt fyrir að Evrópusambandsumræðan hafi alltaf verið nokkuð tilfinningaþrungin þá urðu hvörf í tengslum við Icesave-deiluna. Krafan um að ekki verði látið á það reyna hverjir kostir og gallar aðildar geti orðið fyrir þjóðina heldur verði umsóknin dregin til baka er furðuleg. Sú krafa verður ekki túlkuð öðruvísi en svo að einhverjir óttist umræðu sem byggir á raunverulegum samningsdrögum. Þinginu ber vonandi gæfa til að slá þessa tillögu út af borðinu því með henni er lokað á þá umræðu sem nauðsynlegt er að eigi sér stað en greinilegt er að ákveðnir hagsmunahópar kæra sig ekki um að hún fari fram. Það verður að ræða Evrópusambandsaðildina meðan á samningaferlinu stendur en umræðan flyst þó á allt annað plan þegar drög að samningi liggja fyrir. Það er ekki fyrr en þá sem eitthvað er raunverulega fast í hendi með það hvað aðildin þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar; hvernig áhrif hún hefur á rótgrónar atvinnugreinar, viðskiptaumhverfið, efnahagslífið og síðast en ekki síst daglegt líf venjulegs íslensks launafólks og neytenda. Óábyrgur, tilfinningaþrunginn og gífuryrtur málflutningur þegar kemur að Evrópusambandsaðild er ekki bara lítt fallinn til að byggja á upplýsta ákvörðun heldur einnig bæði leiðinlegur og jafnvel beinlínis mannskemmandi. Vonandi ber þjóðinni gæfa til að eiga skynsamlegt og upplýst samtal um kosti og galla aðildar, ekki bara fyrir tiltekna hagsmunahópa heldur ekki síður fyrir fólk sem lærir, giftist og eignast börn, vinnur og fer á eftirlaun, kemur sér upp húsnæði, fer í ferðalög og þar fram eftir götunum; venjulegt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þingsályktunartillaga um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka er meðal þeirra mála sem kunna að verða rædd og jafnvel afgreidd á septemberþingi sem hefst í dag. Í Fréttablaðinu í dag birtist niðurstaða skoðanakönnunar sem Capacent gerði nú í ágústlok fyrir samtökin Sterkara Ísland. Niðurstaða hennar er að 45,5 prósent þjóðarinnar eru andvíg áframhaldandi samningaviðræðum, 38,8 prósent vilja að viðræðunum verði haldið áfram. Enn er sem sagt meirihluti fyrir því að draga aðildarumsóknina til baka áður en viðræður eru í raun hafnar. Andstaðan er þó ekki jafnmikil og hún var í júníbyrjun þegar sambærileg könnun var gerð fyrir Andríki á vegum Markaðs- og miðlarannsókna. Þá vildu aðeins 24,3 prósent þjóðarinnar halda viðræðunum áfram en 57,6 prósent vildu að umsóknin yrði dregin tilbaka. Fyrir liðlega ári þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu sýndu skoðanakannanir hins vegar að meirihluti þjóðarinnar var hlynntur aðildarumsókn og hafði svo verið um allnokkurt skeið. Þekkt er að það sem skipti sköpum um afstöðubreytinguna voru samskipti Íslands við Breta og Hollendinga vegna Icesave-deilunnar. Þrátt fyrir að Evrópusambandsumræðan hafi alltaf verið nokkuð tilfinningaþrungin þá urðu hvörf í tengslum við Icesave-deiluna. Krafan um að ekki verði látið á það reyna hverjir kostir og gallar aðildar geti orðið fyrir þjóðina heldur verði umsóknin dregin til baka er furðuleg. Sú krafa verður ekki túlkuð öðruvísi en svo að einhverjir óttist umræðu sem byggir á raunverulegum samningsdrögum. Þinginu ber vonandi gæfa til að slá þessa tillögu út af borðinu því með henni er lokað á þá umræðu sem nauðsynlegt er að eigi sér stað en greinilegt er að ákveðnir hagsmunahópar kæra sig ekki um að hún fari fram. Það verður að ræða Evrópusambandsaðildina meðan á samningaferlinu stendur en umræðan flyst þó á allt annað plan þegar drög að samningi liggja fyrir. Það er ekki fyrr en þá sem eitthvað er raunverulega fast í hendi með það hvað aðildin þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar; hvernig áhrif hún hefur á rótgrónar atvinnugreinar, viðskiptaumhverfið, efnahagslífið og síðast en ekki síst daglegt líf venjulegs íslensks launafólks og neytenda. Óábyrgur, tilfinningaþrunginn og gífuryrtur málflutningur þegar kemur að Evrópusambandsaðild er ekki bara lítt fallinn til að byggja á upplýsta ákvörðun heldur einnig bæði leiðinlegur og jafnvel beinlínis mannskemmandi. Vonandi ber þjóðinni gæfa til að eiga skynsamlegt og upplýst samtal um kosti og galla aðildar, ekki bara fyrir tiltekna hagsmunahópa heldur ekki síður fyrir fólk sem lærir, giftist og eignast börn, vinnur og fer á eftirlaun, kemur sér upp húsnæði, fer í ferðalög og þar fram eftir götunum; venjulegt fólk.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun