FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða 18. september 2010 07:54 Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira