Lífið

Umvafinn fegurð

Peter Facinelli og  Jennie Garth. MYND/Cover Media
Peter Facinelli og Jennie Garth. MYND/Cover Media

Leikarinn Peter Facinelli sem skaust upp á stjörnuhimininn sem Carlisle Cullen í Twilight seríunni segir að hans örlög hafi verið að fá að umgangast fallegar stelpur.

Peter á þrjár dætur Luca Bella, 13 ára, Lola Ray, 9 ára, og Fiona Eve, 3 ára, með eiginkonu sinni, leikkonunni Jennie Garth.

Að fá að vera eini maðurinn á heimilinu eru fríðindi að mati Peter.

Peter í hlutverki vampírunnar Carlisle Cullen í Twilight.

„Að vera eini maðurinn í húsinu er ekki alltaf auðvelt en þegar tímarnir eru erfiðir hugsa ég hvað ég er heppinn að fá að umgangast svona fallegar stelpur," sagði leikarinn

Peter og Jennie kynntust við tökur á sjónvarpmyndinni An Unfinished Affair árið 1996 og giftust fimm árum síðar.

„Hann er engillinn okkar," sagði eiginkona hans, Jennie, sem lofar Peter fyrir að hugsa vel um fjölskylduna sína.

„Peter er ekki einn af þessum mönnum sem horfa öllum stundum á íþróttir og sötra bjór með félögunum. Það eru ekki margir menn eins og Peter,"´sagði Jennie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.