Sport

Erna Friðriksdóttir dæmd úr leik í svigkeppninni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Erna Friðriksdóttir
Erna Friðriksdóttir

Erna Friðriksdóttir, sem keppti í sitjandi flokki í svigi í gær á Vetrarólympíumóti fatlaðra, var dæmd úr leik eftir keppnina. Frá þessu er greint á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Á fundi liðsstjóra eftir svigkeppnina í gær var staðfest að tveir keppendur í sviginu hefðu verið dæmdir úr leik fyrir að sleppa hliði í seinni umferð. Annar þessara keppenda var Erna.

Hún hafði verið skráð í 11. sæti eftir tvær umferðir. Það voru því aðeins 9 af 17 keppendum sem luku keppni í svigi í gærkvöldi.

Með þátttöku Ernu í svikeppninni í gær hafa verið mörkuð ný spor í sögu fatlaðra á Íslandi en Íslendingar hafa aldrei átt keppanda í alpagreinum á Ólympíumóti fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×