Býr til myndrænar óperur 30. september 2010 12:15 kraftur Hrafnhildur hrífst af kraftinum í iðrum jarðar og nýtur þess að vinna á gráa svæðinu milli listgreinanna. Hér er hún við uppsetningu eins verka sinna á Liverpool-tvíæringnum.fréttablaðið/kjartan Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síðasta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahátíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningarsetrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norðurlandaskála. List Hrafnhildar verður til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir listunnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mastersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lánsöm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hárskúlptúr sem Björk Guðmundsdóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt," segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævintýri." Að undanförnu hefur Hrafnhildur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur," segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarðar sem ég hrífst mikið af," segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna," segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síðasta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahátíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningarsetrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norðurlandaskála. List Hrafnhildar verður til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir listunnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mastersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lánsöm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hárskúlptúr sem Björk Guðmundsdóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt," segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævintýri." Að undanförnu hefur Hrafnhildur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur," segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarðar sem ég hrífst mikið af," segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna," segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira