Ég á! 27. ágúst 2010 06:30 Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum. Með þessari einföldu og ódýru aðgerð tókst að breyta fremur óhjólavænni umferðargötu í fremur hjólavæna. Þetta sýnir raunar hve litla fyrirhöfn og lítinn kostnað þarf stundum til að laga samgönguæðar gangandi og hjólandi vegfarenda. Ef það væri nú bara jafnódýrt og -fljótlegt að mála sér eins og eina Sundabraut, tvöföldun Suðurlandsvegar eða ný mislæg gatnamót. Mikið væri lífið þá ljúft! En þótt mér heyrist ansi margir vera sáttir við þessa breyttu götumynd Hverfisgötunnar þá eru það ekki allir, og fjölmiðlunum hefur í öllu falli gengið mun betur að finna þá sem eitthvað hafa við tilraunina að athuga. Í þessu tilfelli voru það einhverjir þeirra íbúa sem „missa" þá þau stæði sem þeir höfðu gjaldfrjálsan aðgang að stóran hluta sólarhrings. Einn íbúinn var meira að segja að missa hálfgert einkastæði sem hann hafði eignast út frá bílskúr sem lá að götunni. Enginn vill auðvitað leggja inn í innkeyrslu að bílskúr, nema að hann eigi bílskúrinn sjálfur, þannig varð almennt göturými að einhvers konar einkastæði eins bíleiganda og skiljanlega varð sá nú svekktur að það skyldi vera tekið af honum. Það er auðvitað ekki í sjálfu sér óskiljanlegt að mönnum sárni það þegar þeir verða af einhverjum veraldlegum gæðum sem þeir gátu notið hingað til. En við skulum samt setja hlutina upp rétt. Stæðin fjörutíu sem tímabundið var nú breytt í hjólastíg voru ekki eign þeirra íbúa sem við götuna búa, heldur eign borgarinnar. Í fjölda ára kaus borgin að láta þau bíleigendum í té, ódýrt hluta úr degi en ókeypis þar fyrir utan. Nú hefur borgin hins vegar ákveðið að ráðstafa þessu rými tímabundið til annarra, í fullkomnu samræmi við þá stefnu sína að auka veg umhverfisvænna samgöngumáta á kostnað einkabílsins. Maður getur svo sem skilið að einhver verði svolítið fúll, en lengra nær réttur manna nú ekki. Annar aðili sem hafði efasemdir um hjólastíginn var eigandi hjólaverkstæðis á Hverfisgötu. Mikið held ég að sá maður lesi illa í kúnnahópinn sinn ef hann heldur að andstaða við hjólarein falli vel í kramið hjá væntanlegum viðskiptavinum hans. Enn og aftur er í sjálfu sér ekkert óskiljanlegt að margir verslunareigendur óttist minni verslun með færri bílastæðum en dæmin úr erlendum borgum virðast eiga auðvelt með að fella þá tilgátu að ofgnótt bílastæða sé forsenda líflegrar miðborgar. Raunin er þveröfug. Á áhyggjuraddir kaupmanna hefur verið hlustað hingað til og hver er raunin? Finnst mönnum virkilega að Hverfisgatan nýti sína verslunarmöguleika til fulls? Ég held raunar að áður en langt um líður muni breytt ásýnd Hverfisgötunnar fela í sér stórkostlega lífskjarabót fyrir íbúa hennar. Ekki einungis mun tilkoma hjólreiðafólks lækka hraðann í götunni og umferðin sjálf mun minnka eftir því sem færri rúnta götuna í leit að bílastæðum heldur mun sjálf götumyndin breytast til hins betra. Í Kaupmannahöfn má finna margar líflegar borgaræðar, með hjólabrautum beggja vegna, öflugum almenningssamgöngum og verslunarrými á jarðhæð, götur á borð við Vesterbrogade eða Amagerbrogade og margar fleiri. Þannig gata gæti Hverfisgata hæglega orðið. Þeir Reykvíkingar sem vilja búa við slíka götu hafa ekki marga kosti í dag, en þeir sem vilja hafa tryggan aðgang að nægum bílastæðum hafa um allar aðrar íbúðir á landinu að velja. Tilrauninni með hjólabrautina á Hverfisgötunni á að ljúka í lok september. Þá verður málað yfir græna borðann og bílastæðin tekin í notkun á ný. En vonandi munu menn svo bretta aftur upp ermarnar með vorinu og búa til varanlega lausn fyrir hjólandi vegfarendur á Hverfisgötunni og víðar í bænum. Ég sé fyrir mér að menn geti hjólað eftir sérstakri hjólarein frá Lækjartorgi, eftir Hverfisgötu og Borgartúni og alla leið niður í Laugardal. Það væri yndislegt. Í þannig borg vil ég búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór
Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum. Með þessari einföldu og ódýru aðgerð tókst að breyta fremur óhjólavænni umferðargötu í fremur hjólavæna. Þetta sýnir raunar hve litla fyrirhöfn og lítinn kostnað þarf stundum til að laga samgönguæðar gangandi og hjólandi vegfarenda. Ef það væri nú bara jafnódýrt og -fljótlegt að mála sér eins og eina Sundabraut, tvöföldun Suðurlandsvegar eða ný mislæg gatnamót. Mikið væri lífið þá ljúft! En þótt mér heyrist ansi margir vera sáttir við þessa breyttu götumynd Hverfisgötunnar þá eru það ekki allir, og fjölmiðlunum hefur í öllu falli gengið mun betur að finna þá sem eitthvað hafa við tilraunina að athuga. Í þessu tilfelli voru það einhverjir þeirra íbúa sem „missa" þá þau stæði sem þeir höfðu gjaldfrjálsan aðgang að stóran hluta sólarhrings. Einn íbúinn var meira að segja að missa hálfgert einkastæði sem hann hafði eignast út frá bílskúr sem lá að götunni. Enginn vill auðvitað leggja inn í innkeyrslu að bílskúr, nema að hann eigi bílskúrinn sjálfur, þannig varð almennt göturými að einhvers konar einkastæði eins bíleiganda og skiljanlega varð sá nú svekktur að það skyldi vera tekið af honum. Það er auðvitað ekki í sjálfu sér óskiljanlegt að mönnum sárni það þegar þeir verða af einhverjum veraldlegum gæðum sem þeir gátu notið hingað til. En við skulum samt setja hlutina upp rétt. Stæðin fjörutíu sem tímabundið var nú breytt í hjólastíg voru ekki eign þeirra íbúa sem við götuna búa, heldur eign borgarinnar. Í fjölda ára kaus borgin að láta þau bíleigendum í té, ódýrt hluta úr degi en ókeypis þar fyrir utan. Nú hefur borgin hins vegar ákveðið að ráðstafa þessu rými tímabundið til annarra, í fullkomnu samræmi við þá stefnu sína að auka veg umhverfisvænna samgöngumáta á kostnað einkabílsins. Maður getur svo sem skilið að einhver verði svolítið fúll, en lengra nær réttur manna nú ekki. Annar aðili sem hafði efasemdir um hjólastíginn var eigandi hjólaverkstæðis á Hverfisgötu. Mikið held ég að sá maður lesi illa í kúnnahópinn sinn ef hann heldur að andstaða við hjólarein falli vel í kramið hjá væntanlegum viðskiptavinum hans. Enn og aftur er í sjálfu sér ekkert óskiljanlegt að margir verslunareigendur óttist minni verslun með færri bílastæðum en dæmin úr erlendum borgum virðast eiga auðvelt með að fella þá tilgátu að ofgnótt bílastæða sé forsenda líflegrar miðborgar. Raunin er þveröfug. Á áhyggjuraddir kaupmanna hefur verið hlustað hingað til og hver er raunin? Finnst mönnum virkilega að Hverfisgatan nýti sína verslunarmöguleika til fulls? Ég held raunar að áður en langt um líður muni breytt ásýnd Hverfisgötunnar fela í sér stórkostlega lífskjarabót fyrir íbúa hennar. Ekki einungis mun tilkoma hjólreiðafólks lækka hraðann í götunni og umferðin sjálf mun minnka eftir því sem færri rúnta götuna í leit að bílastæðum heldur mun sjálf götumyndin breytast til hins betra. Í Kaupmannahöfn má finna margar líflegar borgaræðar, með hjólabrautum beggja vegna, öflugum almenningssamgöngum og verslunarrými á jarðhæð, götur á borð við Vesterbrogade eða Amagerbrogade og margar fleiri. Þannig gata gæti Hverfisgata hæglega orðið. Þeir Reykvíkingar sem vilja búa við slíka götu hafa ekki marga kosti í dag, en þeir sem vilja hafa tryggan aðgang að nægum bílastæðum hafa um allar aðrar íbúðir á landinu að velja. Tilrauninni með hjólabrautina á Hverfisgötunni á að ljúka í lok september. Þá verður málað yfir græna borðann og bílastæðin tekin í notkun á ný. En vonandi munu menn svo bretta aftur upp ermarnar með vorinu og búa til varanlega lausn fyrir hjólandi vegfarendur á Hverfisgötunni og víðar í bænum. Ég sé fyrir mér að menn geti hjólað eftir sérstakri hjólarein frá Lækjartorgi, eftir Hverfisgötu og Borgartúni og alla leið niður í Laugardal. Það væri yndislegt. Í þannig borg vil ég búa.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun