Lífið

Engar lýtaaðgerðir takk

Monica Bellucci. MYND/Cover Media
Monica Bellucci. MYND/Cover Media

Ítalska leikkonan Monica Bellucci, 45 ára, er ánægð með útlit sitt en útilokar ekki að gangast undir lýtaaðgerðir í framtíðinni.

Monica segist ekki eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn og velta sér upp úr því hvernig hún lítur út eða hvort ný hrukka hafi bæst í safnið.

„Ég hugsa aldrei um að láta laga mig á neinn máta. Mér líður virkilega vel með sjálfa mig en ég á eflaust eftir að skipta um skoðun eftir tíu ár," sagði Monica.

Leikkonan er gift leikaranum Vincent Cassell og saman eiga þau tvær dætur, Devu, 5 ára og Léonice, 2 mánaða.

Monica segir að fjölskyldan jarðtengi hana.

„Ég er mjög sátt við líf mitt. Ég er í starfi sem ég elska og ég eignaðist nýverið okkar aðra dóttur. Þær hjálpa mér að jarðtengja mig. Ég er miklu fullnægðari í dag heldur en ég var fyrir tuttugu eða þrjátíu árum," sagði hún.

Veldu bestu fjölmiðlakonu Íslands hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.