Sport

Helga Margrét fimmta eftir fyrri keppnisdag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Valli
Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur lokið keppni í dag í sjöþraut á Heimsmeistaramóti unglinga. Keppt er í Kanada en Helga er í fimmta sæti með 3260 stig. Helga hljóp 100 metra grindahlaupið á 14,39 sekúndum sem er hennar besti tími í ár og stökk  1,63 metra í hástökki. Besti árangur hennar á árinu er 1,66 metrar en besti árangur hennar 1,76. Næst kastaði hún 13,1 metra í kúluvarpi sem er hennar besti árangur á árinu. Þar lentu hún í öðru sæti. Að lokum hljóp hún 200 metra hlaupið á 25.62 sem er einnig hennar besti árangur á tímabilinu. Þar lenti hún í fjórða sæti. Hún bætti því sinn besta árangur í ár í þremur greinum af fjórum í dag. Keppninni lýkur seint annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×