Það er mikið að gerast í íslensku íþróttalífi í kvöld en þá er leikið í efstu deildunum í handbolta og körfubolta.
Stórleikur kvöldsins í N1-deild karla er viðureign HK og Hauka í Digranesi. HK hefur komið allra liða mest á óvart í vetur og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld.
Akureyri tekur á móti Selfossi og Afturelding sækir Fram heim.
Leikurinn á Akureyri hefst klukkan 19.00 en hinir tveir hálftíma síðar.
Það eru einnig þrír leikir í Iceland Express-deild karla. Hörkuleikur er í Fjárhúsinu í Stykkishólmi þar sem Snæfell tekur á móti Grindavík.
Hið efnilega lið Fjölnis tekur á móti Keflavík og ÍR fer í heimsókn til Hauka. Leikirnir í körfunni hefjast allir klukkan 19.15.