Lífið

Kennir sænskum piltum dans

Peter Anderson kennir unglingspiltum í Svíþjóð og Póllandi nútímadans. Fréttablaðið/valli
Peter Anderson kennir unglingspiltum í Svíþjóð og Póllandi nútímadans. Fréttablaðið/valli
Íslenski Dansflokkurinn hefur staðið fyrir sérstökum Strákanámskeiðum síðustu fimm ár. Á námskeiðunum kynna dansarar frá flokknum nútímadans fyrir unglingsstrákum. Námskeiðin hafa vakið mikla lukku meðal unglingspilta hér á landi og nú hefur flokkurinn ákveðið að fara í útrás með námskeiðin.

Peter Anderson hefur stýrt námskeiðunum fyrir hönd Dansflokksins undanfarin ár og heldur hann nú út fyrir landssteinana til að kenna unglingspiltum í Svíþjóð og Póllandi grunninn að nútímadansi. „Undanfarið ár hef ég ferðast nokkrum sinnum til norðurhluta Svíþjóðar til að kenna dans. Ég heimsótti einnig Pólland í júní í sömu erindagjörðum,“ segir Peter og bætir við að piltunum þyki yfirleitt gaman að takast á við ný og krefjandi verkefni.

„Margir hafa ekki hugmynd um út á hvað námskeiðið gengur en kjósa hreyfinguna fram yfir það að sitja inni í kennslustofu. Flestir skemmta sér vel, þó það fari auðvitað mikið eftir stemningunni í hópnum, og strákarnir verða afskaplega stoltir þegar þeir fara fram úr eigin væntingum.“ Peter hættir að kenna námskeiðið í lok sumars til að geta einbeitt sér að námi sínu í listum og kennslufræði. „ÍD mun taka við námskeiðinu og halda áfram að þróa það og efla.“ -sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.