Ferrari: Engin kraftaverk í Formúlu 1 5. febrúar 2010 10:43 Fernando Alonso í Ferrari bílnum í Valencia. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að Ferrari hafi unnið hörðum höndum að því að skapa öflugt ökutæki fyrir árið í ár. Liðið náði ekki tilsettum árangri í fyrra. "Það eru engin kraftaverk í Formúlu 1. Ef þú vilt smíða hraðskreiðan bíl, þá þarf marga mánaða undirbúning og svo mætum við keppinautum okkar sem hafa sömu möguleika og áræðni", sagði Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari á vefsíðu liðsins eftir vikuna. "Við tökum engu sem sjálfsögðum hlut og þetta er ólíkt fótbolta, þar sem einn og einn likur má tapast. Þó við höfum náð góðum tímum á æfingum í vikunni, þá eru þetta bara æfingar. Við höfum ekkert gleymt hvar við stóðum í fyrra. Það er mikil vinna framundan og engin veit hvaða bensínhleðslu menn voru með á æfingum. Sumir vilja kannski blekkja aðra, en aðrir mæta til leiks eins og þeir eru klæddir. Engin feluleikur í gangi." Ferrari menn óku 1400 km á æfingum og Domenicali sagði það góða byrjun. Þá lærði liðið inn á ný Bridgestone dekk sem eru mjórri að framan en áður, en brautin í Valencia sem var notuð í vikunni reynir þó ekki mikið á dekkin. "Alonso og Massa voru ánægður með afraksturinn og sérstaklega varðandi áreiðanleika bílanna. Þeir eru mjög áræðnir ökumenn og vita að við þurfum að vinna af kappi í að bæta bílanna og hafa lagt margar hugmyndir til að bæta bílanna." Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að Ferrari hafi unnið hörðum höndum að því að skapa öflugt ökutæki fyrir árið í ár. Liðið náði ekki tilsettum árangri í fyrra. "Það eru engin kraftaverk í Formúlu 1. Ef þú vilt smíða hraðskreiðan bíl, þá þarf marga mánaða undirbúning og svo mætum við keppinautum okkar sem hafa sömu möguleika og áræðni", sagði Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari á vefsíðu liðsins eftir vikuna. "Við tökum engu sem sjálfsögðum hlut og þetta er ólíkt fótbolta, þar sem einn og einn likur má tapast. Þó við höfum náð góðum tímum á æfingum í vikunni, þá eru þetta bara æfingar. Við höfum ekkert gleymt hvar við stóðum í fyrra. Það er mikil vinna framundan og engin veit hvaða bensínhleðslu menn voru með á æfingum. Sumir vilja kannski blekkja aðra, en aðrir mæta til leiks eins og þeir eru klæddir. Engin feluleikur í gangi." Ferrari menn óku 1400 km á æfingum og Domenicali sagði það góða byrjun. Þá lærði liðið inn á ný Bridgestone dekk sem eru mjórri að framan en áður, en brautin í Valencia sem var notuð í vikunni reynir þó ekki mikið á dekkin. "Alonso og Massa voru ánægður með afraksturinn og sérstaklega varðandi áreiðanleika bílanna. Þeir eru mjög áræðnir ökumenn og vita að við þurfum að vinna af kappi í að bæta bílanna og hafa lagt margar hugmyndir til að bæta bílanna."
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira