Innlent

Manndrápum, kynferðis- og fíkniefnabrotum fjölgar frá 2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda skráðra afbrota hjá lögreglu á árinu 2010, er fjöldi hegningarlagabrota á árinu tæp 15 þúsund brot, sem er um 7% fækkun frá 2009.

Hegningalagabrotum hefur fjölgað frá árinu 2005. Þau náðu hámarki í fyrra, en fækkaði aftur í ár og voru þá svipuð að fjölda og á árinu 2008.

Umferðarlagabrotin voru um 54.500 á árinu sem jafngildir 149 brotum á dag að meðaltali. Þeim hefur fjölgað frá árinu 2005, náðu hámarki árið 2007 en hefur farið fækkandi síðustu ár. Sérrefsilagabrot voru tæplega 4.000 talsins, sem er fjölgun frá í fyrra. Brotin voru hins vegar fleiri árin 2005-2008.

Þegar nánar er litið til fjölda brota, greint eftir helstu málaflokkum, má sjá að auðgunarbrot, eignaspjöll, skjalafals og nytjastuldir eru færri en árið 2009. Áfengislagabrot, brot gegn friðhelgi einkalífs, manndráp og líkamsmeiðingar, kynferðisbrot og fíkniefnabrot eru hins vegar fleiri en árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×