Lífið

Nýtt Líf velur konu ársins 2010

MYNDIR/EÁ
MYNDIR/EÁ

Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Meðfylgjandi myndir voru teknar í höfuðstöðvum Nýs Lífs í dag þar sem Gerplustúlkur tóku við viðurkenningunni. Spennan og gleðin leyndi sér ekki þegar stelpurnar fengu tímaritið í hendurnar.

Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði.

Í rökstuðningi með valinu segir að stúlkurnar, sem eru fimmtán, hafi komið heim með gull um hálsinn eftir þátttöku sína á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í október síðastliðnum. Mótið sé það stærsta í þessari grein í heiminum. Hópurinn sé flott fyrirmynd, ekki einungis fyrir ungu kynslóðina heldur þjóðina í heild sinni. Hann hafi sýnt fram á einstaka samvinnu og látið drauma sína rætast.

Sjá myndskeið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×