Körfubolti

IE-deild karla: Fjölnir skellti Njarðvík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurður Ingimundarson og lærisveinar hans í Njarðvík eru í smá vandræðum þessa dagana.
Sigurður Ingimundarson og lærisveinar hans í Njarðvík eru í smá vandræðum þessa dagana.

Fjölnir fór heldur betur góða ferð til Njarðvíkur í kvöld því Grafarvogsbúar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni.

Það hefur verið smá vandræðagangur á Njarðvíkingum síðan Nick Bradford kom til liðsins og ekki sér fyrir endann á þeim vandræðagangi. Magnús Gunnarsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 17 stig en Magni Hafsteinsson skoraði 20 stig fyrir Fjölni.

Stjarnan lenti í smá vandræðum með botnlið FSu en kláraði leikinn engu að síður. Jovan Zdravevski skoraði 33 stig fyrir Stjörnuna en Zimnickas var með 29 fyrir FSu.

Tindastóll vann síðan mikilvægan sigur á Hamri þar sem Cedric Isom skoraði 41 stig fyrir Stólana. Marvin Valdimarsson skoraði 35 fyrir Hamar.

Úrslit kvöldsins:

Tindastóll-Hamar  88-84

FSu-Stjarnan  83-95

Njarðvík-Fjölnir  70-77




Fleiri fréttir

Sjá meira


×