Moldviðri Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. janúar 2010 06:00 Ef til vill er ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga við Breta og Hollendinga einhver sú versta sem tekin hefur verið í íslenskri stjórnmálasögu. Ekki af því þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um mikilvæg mál sem varða framtíðarheill hennar, heldur þess dilks sem málið kann að draga á eftir sér með dýpkun kreppu og versnandi samskiptum við aðrar þjóðir. Ófyrirséð niðurstaða ákvörðunarinnar ræður ágæti hennar. Um leið kann ákvörðuninni að verða hampað síðar, hvort heldur sem það verður af því að ásættanlegri niðurstaða fáist í Icesave-samningana, eða af því að hún leiði af sér úrbætur á stjórnarskránni hvað varðar umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna. Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti, svo sem Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, hafa bent á að lög á borð við þau sem þjóðinni er nú gert að kjósa um hefðu aldrei farið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hér hefði verið búin til umgjörð um slíkar atkvæðagreiðslur. „Ég þekki ekkert dæmi þess að mál á borð við þetta, lög um ríkisábyrgð á láni sem er partur af fjárstjórnarvaldi þingsins, færi í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði hún í viðtali við Fréttablaðið 6. þessa mánaðar. Enda er það svo að óljóst virðist í huga margra um hvað er kosið. Þeir sem telja að kosið sé um hvort yfirhöfuð eigi að leggja út fyrir skuldbindingum vegna Icesave kunna að vera nær sannleikanum. Verði lögin felld, þá er enginn samningur til staðar. Eftir 15 mánaða þref og niðurstöðu sem meirihluti Alþingis taldi ásættanlega verðum við þá aftur á upphafsreit. Um leið er óvissan algjör um hvort hægt verði að ná betri samningi, viðlíka, eða hvort niðurstaðan verður enn verri. Bretar og Hollendingar gætu eins tekið upp ítrustu kröfur, vefengt neyðarlögin og krafist þess að erlendum reikningseigendum verði bættar innstæður í Landsbankanum að fullu, líkt og gert hafi verið fyrir Íslendinga. Nú er þó ekki gerð krafa um annað en lágmarkstryggingu í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Munurinn á lögunum um Icesave sem samþykkt voru í ágúst og svo þeim sem nú á eftir að staðfesta eða hafna í þjóðaratkvæðagreiðslu virðist tæpast réttlæta þá áhættu sem núverandi farvegur þess felur í sér. Maður vill hins vegar ógjarnan trúa því að einhverjar afbrigðilegar ástæður kunni að liggja að baki andstöðunni við samninginn sem virtist í höfn við Breta og Hollendinga. Getur verið að einhver öfl óttist svo mjög það sem bíður þegar landi verður náð að þau vilji fremur hætta á að sökkva bátnum, eða leggja á úthafið í algjörri óvissu um hvort landi verði náð annars staðar? Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um hver þessi Grýla kunni að vera. Sumir segja að það sé óttinn við að úr skúmaskotum stjórnkerfisins birtist gamlir draugar og upplýst verði um syndir úr stjórnarsamstarfi fyrri ára. Aðrir velta því fyrir sér hvort slíkur sé ótti forsvarsmanna sértækra hagsmuna við breytingar sem kunni að vera samfara aðild að Evrópusambandinu að útsendarar þeirra vinni allan þann óskunda sem þeir geti og fagni hverjum skugga sem fellur á samskipti Íslands við önnur ríki. Séu þau öfl til í landinu sem best nærast í fákeppni, einangrun og gjaldeyrishöftum er ljóst að þeim einum gagnast að þyrla upp svo miklu moldviðri í kring um Icesave að sem flestir glati áttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun
Ef til vill er ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga við Breta og Hollendinga einhver sú versta sem tekin hefur verið í íslenskri stjórnmálasögu. Ekki af því þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um mikilvæg mál sem varða framtíðarheill hennar, heldur þess dilks sem málið kann að draga á eftir sér með dýpkun kreppu og versnandi samskiptum við aðrar þjóðir. Ófyrirséð niðurstaða ákvörðunarinnar ræður ágæti hennar. Um leið kann ákvörðuninni að verða hampað síðar, hvort heldur sem það verður af því að ásættanlegri niðurstaða fáist í Icesave-samningana, eða af því að hún leiði af sér úrbætur á stjórnarskránni hvað varðar umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna. Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti, svo sem Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, hafa bent á að lög á borð við þau sem þjóðinni er nú gert að kjósa um hefðu aldrei farið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hér hefði verið búin til umgjörð um slíkar atkvæðagreiðslur. „Ég þekki ekkert dæmi þess að mál á borð við þetta, lög um ríkisábyrgð á láni sem er partur af fjárstjórnarvaldi þingsins, færi í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði hún í viðtali við Fréttablaðið 6. þessa mánaðar. Enda er það svo að óljóst virðist í huga margra um hvað er kosið. Þeir sem telja að kosið sé um hvort yfirhöfuð eigi að leggja út fyrir skuldbindingum vegna Icesave kunna að vera nær sannleikanum. Verði lögin felld, þá er enginn samningur til staðar. Eftir 15 mánaða þref og niðurstöðu sem meirihluti Alþingis taldi ásættanlega verðum við þá aftur á upphafsreit. Um leið er óvissan algjör um hvort hægt verði að ná betri samningi, viðlíka, eða hvort niðurstaðan verður enn verri. Bretar og Hollendingar gætu eins tekið upp ítrustu kröfur, vefengt neyðarlögin og krafist þess að erlendum reikningseigendum verði bættar innstæður í Landsbankanum að fullu, líkt og gert hafi verið fyrir Íslendinga. Nú er þó ekki gerð krafa um annað en lágmarkstryggingu í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Munurinn á lögunum um Icesave sem samþykkt voru í ágúst og svo þeim sem nú á eftir að staðfesta eða hafna í þjóðaratkvæðagreiðslu virðist tæpast réttlæta þá áhættu sem núverandi farvegur þess felur í sér. Maður vill hins vegar ógjarnan trúa því að einhverjar afbrigðilegar ástæður kunni að liggja að baki andstöðunni við samninginn sem virtist í höfn við Breta og Hollendinga. Getur verið að einhver öfl óttist svo mjög það sem bíður þegar landi verður náð að þau vilji fremur hætta á að sökkva bátnum, eða leggja á úthafið í algjörri óvissu um hvort landi verði náð annars staðar? Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um hver þessi Grýla kunni að vera. Sumir segja að það sé óttinn við að úr skúmaskotum stjórnkerfisins birtist gamlir draugar og upplýst verði um syndir úr stjórnarsamstarfi fyrri ára. Aðrir velta því fyrir sér hvort slíkur sé ótti forsvarsmanna sértækra hagsmuna við breytingar sem kunni að vera samfara aðild að Evrópusambandinu að útsendarar þeirra vinni allan þann óskunda sem þeir geti og fagni hverjum skugga sem fellur á samskipti Íslands við önnur ríki. Séu þau öfl til í landinu sem best nærast í fákeppni, einangrun og gjaldeyrishöftum er ljóst að þeim einum gagnast að þyrla upp svo miklu moldviðri í kring um Icesave að sem flestir glati áttum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun