Körfubolti

Nick og Magnús hafa unnið alla upp á líf og dauða leiki saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford í leik með Njarðvík á móti Keflavík.
Nick Bradford í leik með Njarðvík á móti Keflavík. Mynd/Vilhelm

Njarðvíkingarnir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson hafa ekki enn ekki tapað saman einvígi í úrslitakeppninni en þeir eru upp við vegginn fræga í kvöld ásamt félögum sínum úr Njarðvíkurliðinu í annað skiptið á þremur dögum. Fjórði leikurinn fer fram í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þeir Nick og Magnús hafa fyrir löngu sannað sig sem mikla sigurvegara en þetta er áttunda einvígið sem Nick og Magnús eru í hlið við hlið í úrslitakeppni og þeirra lið hafa unnið fyrstu sjö.

Þetta er líka langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem þeir spila leik saman upp á líf eða dauða í úrslitakeppni en þá er átt við leiki þar sem tap þýðir að tímabilið er búið.

Lið með Nick og Magnús innanborðs hefur unnið alls sex slíka leiki hingað til þar á meðal 88-86 sigur í Keflavík á sunnudagskvöldið þar sem að þeir félagar voru saman með 40 stig.

Njarðvíkingar verða á treysta á þessa miklu sigurvegara í leiknum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem tap þýðir sumarfrí en sigur tryggir liðinu oddaleik í Keflavík á fimmtudagskvöldið.

"Upp á líf og dauða" leikir Nick Bradford og Magnúsar Þórs Gunnarssonar í úrslitakeppni:





Undanúrslit 2010 með Njarðvík

(Keflavík 2-0 yfir og getur komist áfram)

88-86 sigur í Keflavík

Nick Bradford 20 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar

Magnús Þór Gunnarsson 20 stig, 4 þristar, hitti úr 8 af 9 vítum



8 liða úrslit 2010 með Njarðvík

(oddaleikur á móti Stjörnunni, staðan er 1-1)

88-72 sigur í Garðabæ

Nick Bradford 13 stig, 5 stoðsendingar

Magnús Þór Gunnarsson 20 stig, 6 þristar



8 liða úrslit 2005 með Keflavík

(oddaleikur á móti Grindavík, staðan er 1-1)

80-75 sigur í Keflavík

Nick Bradford 29 stig, 16 fráköst, 6 stoðsendingar

Magnús Þór Gunnarsson 9 stig



Undanúrslit 2004 með Keflavík

(oddaleikur á móti Grindavík, staðan er 2-2)

101-89 sigur í Grindavík

Nick Bradford 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar

Magnús Þór Gunnarsson 11 stig, 4 stoðsendingar



Undanúrslit 2004 með Keflavík

(Grindavík er 2-1 yfir og getur komist áfram)

124-76 sigur í Keflavík

Nick Bradford 27 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar

Magnús Þór Gunnarsson 10 stig á 14 mínútum



8 liða úrslit 2004 með Keflavík

(oddaleikur á móti Tindastól, staðan er 1-1)

98-96 sigur í Keflavík

Nick Bradford 24 stig

Magnús Þór Gunnarsson 4 stig










Fleiri fréttir

Sjá meira


×