Guðmundur: Svakalegur milliriðlinn er lykillinn að árangri Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. júlí 2010 09:30 Fréttablaðið/Diener Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti. Íslenski handboltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira