Leikkonan Anne Hathaway er með mörg hlutverk á óskalistanum. Hún vill helst leika persónur úr leikverkum eftir mörg af þekktustu leikskáldum sögunnar. Best væri ef kvikmynd væri gerð byggð á verkunum.
„Ég hefði gaman af að leika í nánast öllu eftir Ibsen og flestu eftir Shakespeare. Flest hlutverkin sem ég hef áhuga á eru á dagskrá í leikhúsinu," sagði hún. Hathaway hefur einnig áhuga á að leika í myndum sem eru líklegar til vinsælda.
„Ég væri til í að drepa geimveru einhvern tímann. Ég myndi vilja stjórna geimskipi og kannski vera njósnari. Ég væri til í að láta til mín taka."