Innlent

Töluverðar seinkanir hjá Iceland Express

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express.
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express.
Töluverðar seinkanir hafa verið á flugi Iceland Express í þessari viku. Framkvæmdastjóri félagsins segir aðstæður hafa verið óviðráðanlegar.

Tíu tíma seinkun varð til London í gær og á mánudaginn varð 15 tíma seinkun á vél til Kaupmannahafnar. Þá hafa einnig verið seinkanir á flugi til landsins.

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir þessar seinkanir hafa verið óviðráðanlegar. Seinkun hafi verið á vél sem kom frá Bandaríkjunum og átti að halda þaðan til London í gærmorgun vegna þess að ekki hafi verið hægt að lenda á Newark flugvelli í New York vegna veðurs. Lenda þurfti í staðinn á JFK og það hafi valdið seinkun. Þá hafi einnig verið vandræði vegna veðurs í Berlín og á fleiri stöðum, þar sem fjölmörg flugfélög þurftu að aflýsa ferðum. Sem betur fer hafi Iceland Express ekki þurft að grípa til þess. Þess má geta að Icelandair þurfti að fella niður flug til Bandaríkjanna á sunnudaginn vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×