Kaupin á TM voru glórulaus fyrir Glitni 12. maí 2010 11:27 Fram kemur að hinir ákærðu í málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri, hafi sett á svið skeljaleik (shell game) haustið 2007 þar sem útblásin lánaáhætta Glitnis var færð frá einum tengdum aðila yfir til annars án þess að sannleikurinn væri opinberaður fyrir almenningi. Í stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstóli í New York er fjallað um leikfléttuna í kringum kaupin á Tryggingamiðstöðinni (TM) en þau kaup eru sögð hafa verið glórulaus fyrir Glitni. Á endanum tapaði bankinn tæplega 26 milljörðum kr. á þessum kaupum. Fram kemur að hinir ákærðu í málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri, hafi sett á svið skeljaleik (shell game) haustið 2007 þar sem útblásin lánaáhætta Glitnis var færð frá einum tengdum aðila yfir til annars án þess að sannleikurinn væri opinberaður fyrir almenningi. Leikfléttan við kaupin á TM er rakin í fimm þáttum. Fyrst lánaði Glitnir félaginu Kjarrhólma (dótturfélags FL Group) til kaupa á 38% hlut í TM. Lánið var með veði í hinum keypta hlut. Í öðru lagi keypti FL Group síðan hlut minni hluthafa í Kjarrhólma með fjármögnun frá Glitni. Þetta var gert með dæmigerðri hringekju þ.e. FL Group lánaði minnihlutanum til að „kaupa" hluti í FL Group en notaði síðan afraksturinn af þeirri sölu til að fjármagna kaupin á minnihlutanum í Kjarrhólma. Við þessar tilfæringar jókst lánaáhætta Glitnis um tæpa 10 milljarða kr. Í þriðja lagi keypti Glitnir sjálfur 39,8% hlut í TM á markaðinum fyrir 20 milljarða kr. Seljendur fengu að hluta til borgað með hlutum í Glitni. Bent er á að þessi kaup hafi verið gerð án ákvörðunar frá stjórn bankans, áhættustýringar eða fjárfestinganefndar. Áhættustýringunni var greint frá kaupum þessum viku eftir að þau voru yfirstaðin. Í fjórða lagi seldi Glitnir síðan hlut sinn í TM til FL Group í skiptum fyrir hluti í FL Group. Að lokum þegar þeir sem ákærðir eru í stefnunni vissu að þeir þurftu að draga úr lánaáhættu Glitnis gagnvart stærsta hluthafa bankans, það er FL Group, bjuggu þeir til fléttu með því að færa hluti í FL Group til tengdra aðila í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Þetta var hreinn skáldskapur," segir í stefnunni. Glitnir lánaði þremur af fjórum aðilum tengdum Jóni Ásgeir, Oddaflugi, 101 Capital og Sólmon, til að kaupa hlutina í FL Group með veði í hlutunum sjalfum. "Þessi viðskipti voru hreint svindl", segir í stefnunni Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Í stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstóli í New York er fjallað um leikfléttuna í kringum kaupin á Tryggingamiðstöðinni (TM) en þau kaup eru sögð hafa verið glórulaus fyrir Glitni. Á endanum tapaði bankinn tæplega 26 milljörðum kr. á þessum kaupum. Fram kemur að hinir ákærðu í málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri, hafi sett á svið skeljaleik (shell game) haustið 2007 þar sem útblásin lánaáhætta Glitnis var færð frá einum tengdum aðila yfir til annars án þess að sannleikurinn væri opinberaður fyrir almenningi. Leikfléttan við kaupin á TM er rakin í fimm þáttum. Fyrst lánaði Glitnir félaginu Kjarrhólma (dótturfélags FL Group) til kaupa á 38% hlut í TM. Lánið var með veði í hinum keypta hlut. Í öðru lagi keypti FL Group síðan hlut minni hluthafa í Kjarrhólma með fjármögnun frá Glitni. Þetta var gert með dæmigerðri hringekju þ.e. FL Group lánaði minnihlutanum til að „kaupa" hluti í FL Group en notaði síðan afraksturinn af þeirri sölu til að fjármagna kaupin á minnihlutanum í Kjarrhólma. Við þessar tilfæringar jókst lánaáhætta Glitnis um tæpa 10 milljarða kr. Í þriðja lagi keypti Glitnir sjálfur 39,8% hlut í TM á markaðinum fyrir 20 milljarða kr. Seljendur fengu að hluta til borgað með hlutum í Glitni. Bent er á að þessi kaup hafi verið gerð án ákvörðunar frá stjórn bankans, áhættustýringar eða fjárfestinganefndar. Áhættustýringunni var greint frá kaupum þessum viku eftir að þau voru yfirstaðin. Í fjórða lagi seldi Glitnir síðan hlut sinn í TM til FL Group í skiptum fyrir hluti í FL Group. Að lokum þegar þeir sem ákærðir eru í stefnunni vissu að þeir þurftu að draga úr lánaáhættu Glitnis gagnvart stærsta hluthafa bankans, það er FL Group, bjuggu þeir til fléttu með því að færa hluti í FL Group til tengdra aðila í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Þetta var hreinn skáldskapur," segir í stefnunni. Glitnir lánaði þremur af fjórum aðilum tengdum Jóni Ásgeir, Oddaflugi, 101 Capital og Sólmon, til að kaupa hlutina í FL Group með veði í hlutunum sjalfum. "Þessi viðskipti voru hreint svindl", segir í stefnunni
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira