Lífið

Ástfangin af umbanum

Hilary Swank. MYND/Cover Media
Hilary Swank. MYND/Cover Media

Leikkonan Hilary Swank, 36 ára, vill bíða með að eignast börn. Hún hefur í hyggju að fjölga mannkyninu þegar „rétti tíminn" kemur.

Hún hefur verið á föstu með umboðsmanninum sínum, John Campisi, í nærri fjögur ár og segist vera ánægð í sambandinu þar sem hún fær að taka þátt í uppeldi sonar John frá fyrra hjónabandi.

Þrátt fyrir það er hún alls ekki reiðubúin að eignast börn.

Í InStyle tímaritinu segist Hilary hafa ákveðið að eignast börn þegar hún var smástelpa.

„Ég trúi á heilagt hjónaband. Bæði ég og John vorum gift áður og þess vegna erum við ekkert að flýta okkur að giftast. Þegar „rétti tíminn" kemur langar mig að verða mamma og eiginkona," sagði Hilary.

Leikkonan var gift leikaranum Chad Lowe frá árunum 1992-2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.