Lífið

Klæðir sig eins og henni sýnist

Taylor Momsen. MYND/Cover Media
Taylor Momsen. MYND/Cover Media

Leikkonan Taylor Momsen, 17 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Jenny Humphrey í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl sem sýndir eru á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum hefur vakið athygli fyrir útlitið.

Ljóst hárið, andlitsmálningin og þröngar leðurbuxurnar hafa ekki farið fram hjá neinum í Hollywood.

Henni er slétt sama þó að fötin sem hún gengur í fari í taugarnar á fólki.

„Ég klæði mig algjörlega fyrir mig sjálfa. Fötin eru ögrandi, ég er meðvituð um það, og það lætur mér líða vel. Ef einhverjum líður illa yfir því hvernig ég klæði mig af því að ég er bara sautján ára þá á viðkomandi rosalega bágt því það skiptir ekki máli," sagði Taylor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.