Körfubolti

KFÍ búið að reka þjálfarann sinn - formaðurinn tekur við liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
B.J. Aldridge er til hægri.
B.J. Aldridge er til hægri. Mynd/Heimasíða KFÍ
B.J. Aldridge er hættur þjálfun KFÍ-liðsins í Iceland Express deild karla og er þegar farinn til síns heima. Aldridge stýrði KFÍ-liðinu í átta leikjum í deildinni en liðið er sem stendur í 9. sæti deildarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu KFÍ.

„Stjórn KFÍ tók þá ákvörðun á fundi að slíta samstarfinu við B.J Aldridge. Hann er þegar farinn til síns heima og þakkar félagið honum fyrir viðveruna og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni," segir í frétt á kfi.is

KFÍ tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið lá á móti Fjölni í Grafarvogi á mánudagskvöldið en liðið hefur fengið á sig yfir 100 stig að meðaltali í leik í þessum fyrstu átta leikjum.

Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar Ísafjarðar, tekur við þjálfun liðsins af B.J. Aldridge og aðstoðarþjálfari hans verður Guðjón Þorsteinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×