Innlent

Bandarískur sælgætisforstjóri reynir að bjarga Íslandi

Mennirnir voru hér á landi til þess að fylgjast með Hokkímóti.
Mennirnir voru hér á landi til þess að fylgjast með Hokkímóti.

Sælgætisforstjórinn Michael Dee frá New Jersey í Bandaríkjunum, skipulagði 100 manna ferð til Íslands í október til þess að fara á hokkímót hér á landi, en hann er einlægur áhugamaður um íþróttina.

Sjálfur kallar hann ferðina „Hina miklu íslensku hokkíbjörgunaraðgerð".

Í viðtali við fréttasíðuna UPI segir Michael að hann hafi meðal annars skipulagt ferðina hingað til lands til þess að bjarga Íslandi úr fjárhagserfiðleikum.

Þannig fullyðir Michael að hann og félagar hans hafi eytt um 200 þúsund dollurum á þeim fjórum dögum sem þeir voru hér á landi. Það er um 23 milljón króna innspýting inn í íslenskt efnahagslíf.

„Þetta var nokkuð villt. Strákarnir áttuðu sig á því að þeir væru að bjarga Íslandi fjárhagslega með því að bjóða íslensku stelpunum upp á drykki. Ég hjálpaði auðvitað til," sagði hinn sextugi Michael sem lét ekki sitt eftir liggja.

„Okkar slagorð er: Ísland er of lítið til þess að falla," sagði Michael, sem vitnar þar kaldhæðnislega til frasa sem bandarísk yfirvöld notuðu oft fyrir meiriháttar fyrirtæki sem nutu fjárhagsaðstoðar ríkisins, sem var: „To big to fail."

Michael hyggst koma aftur til Íslands í náinni framtíð. Þá vonast hann til þess að koma með tvöfalt fleiri gesti hingað til lands til þess að rétta efnahaginn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×