Lífið

Lily Allen ólétt

Ólétt Lily Allen er alsæl þessa dagana, enda á hún von á sínu fyrsta barni.
Ólétt Lily Allen er alsæl þessa dagana, enda á hún von á sínu fyrsta barni.
Söngkonan og vandræðagemlingurinn Lily Allen á von á barni. Allen sagði fjölskyldu og vinum góðu fréttirnar um síðustu helgi og breska dagblaðið The Sun birti forsíðufrétt um málið í gær.

„Ég þarf ekki að taka fram að við erum í sjöunda himni,“ sagði Lily í tilefni dagsins. Kærastinn og tilvonandi faðirinn heitir Sam Cooper og er listmálari frá London. Allen og Cooper byrjuðu saman fyrir ári síðan, en Allen hafði verið tíður gestur á síðum slúðurblaðanna fyrir uppátæki sín áður en þau kynntust.

Í dag berast ekki fréttir af drykkjuskap dömunnar heldur af barneignum og að hún ætli að draga sig út úr tónlistarheiminum til að huga að viðskiptaveldinu. Hún syngur ekki mikið í hljóðnema þessa dagana heldur eyðir dögunum við skrifborð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.