Skothelt hjá Benna Trausti Júlíusson skrifar 1. desember 2010 18:00 Skot með Benna Hemm Hemm. Tónlist Skot Benni Hemm Hemm Skot er fjórða plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd. Benni sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, sem hét í höfuðið á honum, árið 2006. Á henni var indípopp með lúðrum. Hann festi sig í sessi með annarri plötunni Kajak ári seinna og kláraði svo lúðrasveitarpakkann með Murta St. Calunga sumarið 2008. Þá var ljóst að Benni þyrfti að hugsa málið upp á nýtt. Og það hefur hann gert. Í vor sendi hann frá sér fimm laga EP-plötu á ensku sem heitir Retaliate. Á henni var hann búinn að berstrípa tónlistina og kassagítarinn var orðinn mest áberandi hljóðfærið. Á Skot er Benni farinn að byggja meira ofan á grunnana sína aftur, en nú eru það ýmiss konar hljómborð sem setja mestan svip á útkomuna, auk rafmagnsgítars og víólu á stöku stað. Blásturshljóðfærin eru komin í frí. Lagasmíðarnar á Skotinu eru margar vel gerðar og grípandi. Melódíurnar setjast að í heilanum og maður hummar þær langt fram eftir degi. Samt hefur platan afslappað yfirbragð, eins og Benni hafi ekki verið að rembast mikið, heldur leyft lögunum að koma til sín. Það er Retro Stefson sem flytur tónlistina með höfundinum og greinilegt er að samstarfið hefur gengið vel. Flutningurinn er góður og útsetningarnar bæði lifandi og fjölbreyttar. Textarnir eru skemmtilegir sem fyrr, fullir af skrítnum sögum og orðaleikjum. Benni hefur dvalið í Skotlandi síðustu ár – nafnið Skot er kannski einhver tilvísun í það? Það er sennilega heldur ekki tilviljun að skoska sveitin Belle & Sebastian kemur helst upp í hugann þegar maður hlustar á plötuna. Á heildina litið skotheld plata frá listamanni sem er löngu búinn að sanna sig. Niðurstaða: Benni segir bless við lúðrana á fínni poppplötu. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist Skot Benni Hemm Hemm Skot er fjórða plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd. Benni sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, sem hét í höfuðið á honum, árið 2006. Á henni var indípopp með lúðrum. Hann festi sig í sessi með annarri plötunni Kajak ári seinna og kláraði svo lúðrasveitarpakkann með Murta St. Calunga sumarið 2008. Þá var ljóst að Benni þyrfti að hugsa málið upp á nýtt. Og það hefur hann gert. Í vor sendi hann frá sér fimm laga EP-plötu á ensku sem heitir Retaliate. Á henni var hann búinn að berstrípa tónlistina og kassagítarinn var orðinn mest áberandi hljóðfærið. Á Skot er Benni farinn að byggja meira ofan á grunnana sína aftur, en nú eru það ýmiss konar hljómborð sem setja mestan svip á útkomuna, auk rafmagnsgítars og víólu á stöku stað. Blásturshljóðfærin eru komin í frí. Lagasmíðarnar á Skotinu eru margar vel gerðar og grípandi. Melódíurnar setjast að í heilanum og maður hummar þær langt fram eftir degi. Samt hefur platan afslappað yfirbragð, eins og Benni hafi ekki verið að rembast mikið, heldur leyft lögunum að koma til sín. Það er Retro Stefson sem flytur tónlistina með höfundinum og greinilegt er að samstarfið hefur gengið vel. Flutningurinn er góður og útsetningarnar bæði lifandi og fjölbreyttar. Textarnir eru skemmtilegir sem fyrr, fullir af skrítnum sögum og orðaleikjum. Benni hefur dvalið í Skotlandi síðustu ár – nafnið Skot er kannski einhver tilvísun í það? Það er sennilega heldur ekki tilviljun að skoska sveitin Belle & Sebastian kemur helst upp í hugann þegar maður hlustar á plötuna. Á heildina litið skotheld plata frá listamanni sem er löngu búinn að sanna sig. Niðurstaða: Benni segir bless við lúðrana á fínni poppplötu.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira