Lífið

Beckham og Ramsay opna bar

David Beckham hyggst opna bar ásamt Gordon Ramsay í Hollywood.
David Beckham hyggst opna bar ásamt Gordon Ramsay í Hollywood.
David Beckham hyggst fara út í barrekstur á næstunni og skoðar nú að opna barinn The Queen Vic í Los Angeles. Barinn á að vera í breskum stíl og nafnið er vísun í eiginkonu Beckams, hina snoppufríðu Victoriu.

Beckham er ekki einn á ferð því sjónvarpskokkurinn sturlaði Gordon Ramsay er með í ráðum. Honum hefur reyndar gengið illa undanfarið og margir af veitingastöðum hans hafa farið á hausinn. Þá er skemmst að minnast þess að hann þurfti að selja sportbíl úr safni sínu til að geta sett hlutafé inn í fyrirtækið sitt.

Óvíst er hvenær hugmyndin verður að veruleika, en íbúar Hollywood bíða væntanlega spenntir eftir volgum lager frá Beckham.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.